Íslenski boltinn

Fyrsta tap Eyjamanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Ólafsson og félagar í ÍBV höfðu ekki erindi sem erfiði í Hafnarfirði í dag.
Andri Ólafsson og félagar í ÍBV höfðu ekki erindi sem erfiði í Hafnarfirði í dag.
Tveim leikjum er lokið í 1. deild karla í dag. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik og sínum fyrstu stigum er þeir töpuðu fyrir Haukum á útivelli, 2-0.

Fyrra mark Haukamanna var sjálfsmark en Ásgeir Þór Ingólfsson skoraði síðara markið. Bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Þá vann Stjarnan góðan útisigur á Fjarðabyggð, 2-1.

Hafsteinn Rúnar Helgason og Zoran Stojanovic skoruðu mörk Stjörnunnar í fyrri hluta síðari hálfleiks og Guðmuindur Atli Steinþórsson minnkaði muninn undir lok leiksins.

Eyjamenn eru þó enn með fjögurra stiga foryustu á toppi deildarinnar, með sautján stig eftir átta leiki. Stjarnan kemur næst með sautján stig.

Haukar eru í fjórða sæti með tólf stig og Fjarðabyggð í því fimmta með níu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×