Gókunningjar lögreglunnar Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 10. nóvember 2008 11:30 Lögreglumenn á mótorhjólum er eitt þeirra fyrirbrigða sem fimm ára syni mínum þykir mikið til koma í veröldinni. Vikuleg gönguferð okkar mæðginanna úr Vesturbænum og niður í miðbæ um helgina var því alveg sérlega ánægjuleg. Allt í kring voru góðlegir lögreglumenn, tilbúnir að veita litlum dreng athygli. Þetta gladdi soninn og bætti fyrir vonbrigðin sem höfðu vaknað með honum um morguninn þegar ekki tókst að kveikja á öldruðu sjónvarpinu og hann missti því af barnaefninu. Ég fékk að taka mynd af syni mínum og félaga hans ásamt lögregluþjóni og mótorhjóli niðri í bæ. Í kring voru þúsundir venjulegs fólks sem var sárt yfir því að lífskjaraskerðing var kölluð yfir það og fjölskyldur þeirra og að þjóðin væri skyndilega í milliríkjadeilu vegna skulda einkafyrirtækis, og tugur skemmtilegra ungmenna sem flögguðu Bónusfána. Reyndar skildi ég ádeiluna ekki strax þar sem ég hef aldrei tengt lágt vöruverð við nokkuð illt. Svo voru önnur ungmenni sem ég held að hafi verið ögn hugmyndasnauðari sem köstuðu drasli í Alþingishúsið. Það eina sem mér þótti ógnvekjandi voru um það bil tíu reiðir karlar sem augljóslega langaði að lemja löggur og fá þannig útrás fyrir einhvern innibyrgðan þrýsting sem ég held að sé tilkominn vegna kólesterólsríks fæðis og kyrrsetu. Um kvöldið þurfti ég að svara ótal spurningum sonar míns um mótorhjól og bíla. Til að reyna að fela fávisku mína veiddi ég upp gamla bók frá því ég var lítil sem heitir Bílasögur eftir rússnesk/þýska skáldkonu. Bókina hefði ég dregið mikið fyrr fram í dagsljósið ef ég hefði munað hve skemmtileg hún var, tökum dæmi: "Ég heiti Tolli. Pabbi er bréfberi. Hann er láglaunamaður og alltaf blankur, svo við verðum að fara sparlega með peningana. Í vor fékk hann ekki lengur skoðun á gamla ryðgaða Eskortinum. Hann átti heldur ekki fyrir tryggingunni. Þeir komu og klipptu númerin af […] "Sjáið nú til, börnin góð," sagði pabbi. "Allt verðlag hefur margfaldast í þessari verðbólgu, bæði á upphitun, rafmagni, fötum og matvælum. Og nú er ríkisstjórnin búin að skerða kaupið. Við mamma ykkar höfum setið við að reikna þetta, tekið saman heimilisbókhaldið og það þýðir ekkert, endarnir ná ekki saman." Ég hafði meira gaman af sögunni en sonurinn. Ég bara velti því fyrir mér hvernig upplitið á pabba Tolla hefði verið ef honum hefði verið ætlað að greiða reikninga annarra og hvort honum hefði liðið betur ef hann hefði lamið manneskju í einkennisbúningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Lögreglumenn á mótorhjólum er eitt þeirra fyrirbrigða sem fimm ára syni mínum þykir mikið til koma í veröldinni. Vikuleg gönguferð okkar mæðginanna úr Vesturbænum og niður í miðbæ um helgina var því alveg sérlega ánægjuleg. Allt í kring voru góðlegir lögreglumenn, tilbúnir að veita litlum dreng athygli. Þetta gladdi soninn og bætti fyrir vonbrigðin sem höfðu vaknað með honum um morguninn þegar ekki tókst að kveikja á öldruðu sjónvarpinu og hann missti því af barnaefninu. Ég fékk að taka mynd af syni mínum og félaga hans ásamt lögregluþjóni og mótorhjóli niðri í bæ. Í kring voru þúsundir venjulegs fólks sem var sárt yfir því að lífskjaraskerðing var kölluð yfir það og fjölskyldur þeirra og að þjóðin væri skyndilega í milliríkjadeilu vegna skulda einkafyrirtækis, og tugur skemmtilegra ungmenna sem flögguðu Bónusfána. Reyndar skildi ég ádeiluna ekki strax þar sem ég hef aldrei tengt lágt vöruverð við nokkuð illt. Svo voru önnur ungmenni sem ég held að hafi verið ögn hugmyndasnauðari sem köstuðu drasli í Alþingishúsið. Það eina sem mér þótti ógnvekjandi voru um það bil tíu reiðir karlar sem augljóslega langaði að lemja löggur og fá þannig útrás fyrir einhvern innibyrgðan þrýsting sem ég held að sé tilkominn vegna kólesterólsríks fæðis og kyrrsetu. Um kvöldið þurfti ég að svara ótal spurningum sonar míns um mótorhjól og bíla. Til að reyna að fela fávisku mína veiddi ég upp gamla bók frá því ég var lítil sem heitir Bílasögur eftir rússnesk/þýska skáldkonu. Bókina hefði ég dregið mikið fyrr fram í dagsljósið ef ég hefði munað hve skemmtileg hún var, tökum dæmi: "Ég heiti Tolli. Pabbi er bréfberi. Hann er láglaunamaður og alltaf blankur, svo við verðum að fara sparlega með peningana. Í vor fékk hann ekki lengur skoðun á gamla ryðgaða Eskortinum. Hann átti heldur ekki fyrir tryggingunni. Þeir komu og klipptu númerin af […] "Sjáið nú til, börnin góð," sagði pabbi. "Allt verðlag hefur margfaldast í þessari verðbólgu, bæði á upphitun, rafmagni, fötum og matvælum. Og nú er ríkisstjórnin búin að skerða kaupið. Við mamma ykkar höfum setið við að reikna þetta, tekið saman heimilisbókhaldið og það þýðir ekkert, endarnir ná ekki saman." Ég hafði meira gaman af sögunni en sonurinn. Ég bara velti því fyrir mér hvernig upplitið á pabba Tolla hefði verið ef honum hefði verið ætlað að greiða reikninga annarra og hvort honum hefði liðið betur ef hann hefði lamið manneskju í einkennisbúningi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun