Tónlist

Hættir hjá Parlophone

Rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við Parlophone Records.
Rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við Parlophone Records.

Bresku rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við útgáfufyrirtækið Parlophone Records, sem er í eigu EMI, eftir þrettán ára samstarf. Í staðinn hafa þeir stofnað eigið útgáfufyrirtæki, Supergrass Records.

Þar með fylgir hljómsveitin í fótspor Radiohead og Rolling Stones sem hafa báðar hætt samstarfi við EMI á árinu. „Parlophone hefur breyst svo mikið á undanförnu ári. Margir aðilar sem við berum mikla virðingu fyrir og hafa verið lengi hjá fyrirtækinu hafa hætt störfum," sagði bassaleikarinn Mickey Quinn. „Báðir aðilar komust að samkomulagi um að hætta samstarfinu."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.