Skyggnst í sjúkan hug Fritzl Atli Steinn Guðmundsson skrifar 29. apríl 2008 21:40 Fritzl við fangaklefa sinn. MYND/AP Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira