Singh sigraði á heimsmótinu 4. ágúst 2008 12:09 NordcPhotos/GettyImages Vijay Singh tryggði sér sigur á átjándu holu eftir æsispennandi lokabaráttu við þrjá aðra kylfinga á heimsmótinu í golfi í gærkvöldi. Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson voru allir jafnir og efstir á 8 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Singh gat tekið þægilega forystu strax á annarri holu þar sem hann rétt missti af erni en náði þó fugli. Mickelson var inni í toppbaráttunni en spilaði sig út úr henni með því að fá þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Hann fór lokahringinn á pari og lauk keppni á alls átta höggum undir pari og þurfti að láta sér lynda fjórða sætið ásamt Retief Goosen. Lee Westwood virtist vera að missa af lestinni en kom sér aftur inn í toppbaráttuna og var á endanum annar tveggja kylfinga sem gátu náð sigrinum af Singh. Westwood lék hringinn á einu undir pari og hafnaði í öðru sæti ásamt Stuart Appleby sem skyndilega blandaði sér í baráttuna undir blálokin með þremur fuglum. En Singh dugði að setja niður þetta stutta pútt á átjándu til að tryggja sér sigurinn sem hann og gerði og tryggði sér þannig sinn fyrsta sigur á heimsmótaröðinni og fékk hann 110 milljónir króna í sigurlaun. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Singh á stórmóti í 17 mánuði. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Vijay Singh tryggði sér sigur á átjándu holu eftir æsispennandi lokabaráttu við þrjá aðra kylfinga á heimsmótinu í golfi í gærkvöldi. Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson voru allir jafnir og efstir á 8 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Singh gat tekið þægilega forystu strax á annarri holu þar sem hann rétt missti af erni en náði þó fugli. Mickelson var inni í toppbaráttunni en spilaði sig út úr henni með því að fá þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Hann fór lokahringinn á pari og lauk keppni á alls átta höggum undir pari og þurfti að láta sér lynda fjórða sætið ásamt Retief Goosen. Lee Westwood virtist vera að missa af lestinni en kom sér aftur inn í toppbaráttuna og var á endanum annar tveggja kylfinga sem gátu náð sigrinum af Singh. Westwood lék hringinn á einu undir pari og hafnaði í öðru sæti ásamt Stuart Appleby sem skyndilega blandaði sér í baráttuna undir blálokin með þremur fuglum. En Singh dugði að setja niður þetta stutta pútt á átjándu til að tryggja sér sigurinn sem hann og gerði og tryggði sér þannig sinn fyrsta sigur á heimsmótaröðinni og fékk hann 110 milljónir króna í sigurlaun. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Singh á stórmóti í 17 mánuði.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira