Erlent

Serbar neita sekt um þjóðarmorð

Óli Tynes skrifar
Fjöldagröf í Srebrenica.
Fjöldagröf í Srebrenica.

Serbar neita því að þeir hafi gerst sekir um þjóðarmorð í stríðinu í Bosníu á árunum 1992-1995.

Þeir verja sig nú fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag gegn Króatíu sem fá bætur fyrir morð og pyntingar á þegnum sínum og mikla eyðileggingu. Um 100 þúsund manns létu lífið í stríðinu.

Verjendur Serbíu segja að Alþjóðadómstóllinn hafi ekki lögsögu í málinu þar sem Serbía hafi ekki verið aðildarríki Sameinuðu þjóðanna þegar Króatía höfðaði mál sitt árið 1999.

Verjendurnir neita auk þess að þjóðarmorð hafi átt sér stað.

Bosnía höfðaði samskonar mál gegn Serbíu fyrir tveim árum. Dómstóllinn sýknaði Serbíu í því máli.

Vissulega hafi verið framið þjóðarmorð, en Serbar hafi einungis verið sekir um að hindra það ekki og refsa ekki hinum seku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×