Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 23. nóvember 2008 12:26 Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið rýnt í leynifélagið Stím og reynt að leita svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Sá sem er skráður eigandi félagsins er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Hann hefur aldrei viljað tjá sig um málefni Stíms. Þá hefur Þorleifur Stefán Björnsson, seem var meðstjórnandi og prókúruhafi Stíms um tíma, ekki viljað gefa upp hver á Stím og ber fyrir sig bankaleynd. Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformenn Glitnis hafa heldur ekki viljað veita upplýsingar um hver stendur á bak við félagið. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þeir sem standa á bak við félagið séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Úr varð félagið FS37 ehf sem síðar varð Stím og er Jakob Valgeir einn skráður eigandi. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða til að kaupa bréf í FL og Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar voru athugasemdir við fréttaflutning Agnesar. Hvorki hann né FL group hafi komið nálægt félaginu Stím. Það sé tóm þvæla og ekki standi steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Líklegt sé að hún hafi ákveðið fyrirfram, líkt og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist honum sjálfum og hans félögum sé tóm spilling og svikamylla. Jón Ásgeir segist skilja reiði fólks og að það leiti jafnvel sökudólga. Hann muni standa skil á því sem að honum snúi og muni ekki víkja sér undan ábyrgð. Hinsvegar neiti hann að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð. Að lokum segir Jón Ásgeir að það sé sjálfsagt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri. Stím málið Tengdar fréttir Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið rýnt í leynifélagið Stím og reynt að leita svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Sá sem er skráður eigandi félagsins er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Hann hefur aldrei viljað tjá sig um málefni Stíms. Þá hefur Þorleifur Stefán Björnsson, seem var meðstjórnandi og prókúruhafi Stíms um tíma, ekki viljað gefa upp hver á Stím og ber fyrir sig bankaleynd. Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformenn Glitnis hafa heldur ekki viljað veita upplýsingar um hver stendur á bak við félagið. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þeir sem standa á bak við félagið séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Úr varð félagið FS37 ehf sem síðar varð Stím og er Jakob Valgeir einn skráður eigandi. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða til að kaupa bréf í FL og Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar voru athugasemdir við fréttaflutning Agnesar. Hvorki hann né FL group hafi komið nálægt félaginu Stím. Það sé tóm þvæla og ekki standi steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Líklegt sé að hún hafi ákveðið fyrirfram, líkt og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist honum sjálfum og hans félögum sé tóm spilling og svikamylla. Jón Ásgeir segist skilja reiði fólks og að það leiti jafnvel sökudólga. Hann muni standa skil á því sem að honum snúi og muni ekki víkja sér undan ábyrgð. Hinsvegar neiti hann að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð. Að lokum segir Jón Ásgeir að það sé sjálfsagt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52
Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50