Rafbílar boðnir velkomnir Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. september 2008 07:00 Samgöngur í sátt við umhverfið, meðal annars rafvæddar samgöngur, voru til umfjöllunar á ráðstefnu í Reykjavík í liðinni viku, Driving Sustainability 08. Ráðstefnan, sem nú er haldin annað árið í röð, er til marks um vaxandi áhuga, og einnig grósku, sem er í þróuninni í átt til umhverfisvænni samgangna. Meðal helstu tíðinda á ráðstefnunni var undirritun iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, og forsvarsmanna japanska bílaframleiðandans Mitsubishi á tveimur viljayfirlýsingum. Markmið þeirra er að sögn ráðherrans að stuðla að því að gera Íslendingum kleift að nýta sem mest innlenda orkugjafa í samgöngum og segir hann þær áfanga að því marki að Ísland verði óháð olíu og bensíni. Yfirlýsingarnar snúast annars vegar um prófanir hérlendis á rafbílum og hins vegar um þróun þjónustunets fyrir rafbíla og fleira sem styður langtímaáform um að íslenskt samfélag verði í framtíðinni óháð jarðefnaeldsneyti. Í samtali við Fréttablaðið á laugardag sagði Össur að ríkisstjórnin þyrfti að tryggja breytingar á skattareglum og lögum til að ýta undir komu rafbíla á íslenskan markað. Það er mat hans að með samstilltu átaki ráðuneyta, ekki síst fjármálaráðuneytis ætti að takast hratt að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa með það að lokamarkmiði að gera Ísland algerlega óháð olíu og bensíni. Allt útlit er fyrir að á allra næstu árum muni framboð á fjölskyldubílum sem ganga fyrir rafmagni aukast verulega. Það getur því skipt sköpum um það hvort þessi farartæki teljast raunhæfur valkostur að ytra umhverfið greiði fremur fyrir notkun þeirra en hitt. Hér er þá átt við hvort tveggja að þjónusta við rafknúna bíla sé aðgengileg og skattaumhverfið aðlaðandi. Ljóst er að vaxandi áhugi er meðal almennings á að ferðast á umhverfisvænni hátt en tíðkast hefur. Til marks um það er aukinn áhugi neytenda á sparneytnum bílum og sístækkandi hópur hjólreiðamanna sem farnir eru að láta í sér heyra og gera kröfur um að komið sé til móts við þarfir þeirra. Einnig má nefna Vespuæðið sem gripið hefur þjóðina. Orð eru til alls fyrst og viljayfirlýsingar til marks um góðan hug. Það sem telur eru þó raunverulegar aðgerðir. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með þróuninni næstu mánuði, ekki síst hvernig iðnaðarráðherra gengur að virkja ríkisstjórn Íslands í því verkefni að greiða fyrir notkun umhverfisvænni farartækja. Ekki má heldur gleyma því að almenningur getur lagt sitt af mörkum með því að nota almenningssamgöngur, sameinast í bíla, hjóla og ganga. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að það er ekki sjálfsagður hlutur að nota orkufrekt farartæki nánast eins og yfirhöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Samgöngur í sátt við umhverfið, meðal annars rafvæddar samgöngur, voru til umfjöllunar á ráðstefnu í Reykjavík í liðinni viku, Driving Sustainability 08. Ráðstefnan, sem nú er haldin annað árið í röð, er til marks um vaxandi áhuga, og einnig grósku, sem er í þróuninni í átt til umhverfisvænni samgangna. Meðal helstu tíðinda á ráðstefnunni var undirritun iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, og forsvarsmanna japanska bílaframleiðandans Mitsubishi á tveimur viljayfirlýsingum. Markmið þeirra er að sögn ráðherrans að stuðla að því að gera Íslendingum kleift að nýta sem mest innlenda orkugjafa í samgöngum og segir hann þær áfanga að því marki að Ísland verði óháð olíu og bensíni. Yfirlýsingarnar snúast annars vegar um prófanir hérlendis á rafbílum og hins vegar um þróun þjónustunets fyrir rafbíla og fleira sem styður langtímaáform um að íslenskt samfélag verði í framtíðinni óháð jarðefnaeldsneyti. Í samtali við Fréttablaðið á laugardag sagði Össur að ríkisstjórnin þyrfti að tryggja breytingar á skattareglum og lögum til að ýta undir komu rafbíla á íslenskan markað. Það er mat hans að með samstilltu átaki ráðuneyta, ekki síst fjármálaráðuneytis ætti að takast hratt að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa með það að lokamarkmiði að gera Ísland algerlega óháð olíu og bensíni. Allt útlit er fyrir að á allra næstu árum muni framboð á fjölskyldubílum sem ganga fyrir rafmagni aukast verulega. Það getur því skipt sköpum um það hvort þessi farartæki teljast raunhæfur valkostur að ytra umhverfið greiði fremur fyrir notkun þeirra en hitt. Hér er þá átt við hvort tveggja að þjónusta við rafknúna bíla sé aðgengileg og skattaumhverfið aðlaðandi. Ljóst er að vaxandi áhugi er meðal almennings á að ferðast á umhverfisvænni hátt en tíðkast hefur. Til marks um það er aukinn áhugi neytenda á sparneytnum bílum og sístækkandi hópur hjólreiðamanna sem farnir eru að láta í sér heyra og gera kröfur um að komið sé til móts við þarfir þeirra. Einnig má nefna Vespuæðið sem gripið hefur þjóðina. Orð eru til alls fyrst og viljayfirlýsingar til marks um góðan hug. Það sem telur eru þó raunverulegar aðgerðir. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með þróuninni næstu mánuði, ekki síst hvernig iðnaðarráðherra gengur að virkja ríkisstjórn Íslands í því verkefni að greiða fyrir notkun umhverfisvænni farartækja. Ekki má heldur gleyma því að almenningur getur lagt sitt af mörkum með því að nota almenningssamgöngur, sameinast í bíla, hjóla og ganga. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að það er ekki sjálfsagður hlutur að nota orkufrekt farartæki nánast eins og yfirhöfn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun