Persónukjör er ekki leiðin áfram Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 7. desember 2008 08:00 Persónukjör og einmenningskjördæmi virðist hávær krafa í hinu nýja Íslandi. Núverandi stjórnmálakerfi hafi brugðist, stjórnmálamennirnir og flokkarnir hafi brugðist og því verði að leita nýrra leiða til að velja stjórnmálafólk á hið háa Alþingi til að endurvekja traust á stjórnmálamönnum. Nú er það eflaust rétt að einhverra leiða þarf að leita til að endurvekja traust til löggjafar- og framkvæmdavaldsins í endurreistu Íslandi. Það þarf nýja hugsun um ábyrgð meðal stjórnmálamanna og samband þeirra við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að muna hvaðan vald þeirra kemur og í hvaða umboði þeir sitja. Persónukjör og einmenningskjördæmi eru samt varla rétta leiðin í því. Það virðist gleymast í þessari kröfu um endurnýjun stjórnmálaumhverfisins að persónukjör er mjög ríkjandi hér á landi í gegnum prófkjörin. Flokkarnir bjóða upp á þessa leið til þess að velja frambjóðendur á sína lista til að „auka lýðræðið". Það þarf ekki að líta lengra en aftur að Albert Guðmundssyni til að efast um að slík persónukjör hafi alltaf jákvæð áhrif á lýðræðið. Ekki nóg með að stjórnmálaflokkar hafi reynt að efla lýðræðið með prófkjörum, heldur hefur það farið í aukana að prófkjörin séu galopin. Allir mega kjósa í þeim prófkjörum, líka þeir sem ekki eru í þeim flokki sem prófkjörið snýst um. Það má vissulega spyrja hversu lýðræðislegt það er að allir geti haft slík áhrif á innra starf stjórnmálaflokkanna. Ef prófkjörin sjálf eru skoðuð hafa þau verið gagnrýnd harkalega fyrir þann gífurlega kostnað sem þeim fylgir. Ef aðgangurinn að stjórnmálaþátttöku er of dýr getur stórum hópum verið haldið frá Alþingi, vegna þess að þeir eru ekki nægjanlega tengdir fjármagninu. Kostnaðurinn við persónukjör til þings væri engu minni, sem er nokkuð sem gagnrýnendur núverandi kerfis ættu að hafa í huga þegar það er jafnframt gagnrýnt að stjórnmálamenn hafi verið of tengdir fjármagninu. Annað sem gagnrýnendur núverandi kerfis ættu að hafa í huga er að í sömu andrá og kvartað er undan skorti á lýðræði með fáum röddum er ákall um einmenningskjördæmi. Eins og reynslan sýnir leiða einmenningskjördæmi ekki til aukinnar fjölbreytni á þingi heldur aukinnar fábreytni. Það þarf mun hærra hlutfall atkvæða til að koma manni að; aðeins sá sem fær flest atkvæði eða yfir helming atkvæða er kjörinn. Þetta þýðir að þröskuldurinn sem þarf að yfirstíga til að komast á þing er hærri en nú er. Smærri flokkar leggjast af. Það eru einmenningskjördæmi í Bandaríkjunum þar sem einungis tveir flokkar berjast raunverulega um völdin. Einnig eru einmenningskjördæmi í Bretlandi þar sem þrír flokkar berjast. Kerfið þýðir einnig að það er bara einn flokkur sem fer með framkvæmdavaldið, ekki alltaf í krafti meirihluta kjósenda þó hann hafi meirihluta þingmanna. Hún mun eflaust lifa hugmyndin um endurskoðun stjórnmálanna. En hugmyndir um frekari persónukjör og einmenningskjördæmi er ekki rétta leiðin. Við skulum frekar vanda valið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Persónukjör og einmenningskjördæmi virðist hávær krafa í hinu nýja Íslandi. Núverandi stjórnmálakerfi hafi brugðist, stjórnmálamennirnir og flokkarnir hafi brugðist og því verði að leita nýrra leiða til að velja stjórnmálafólk á hið háa Alþingi til að endurvekja traust á stjórnmálamönnum. Nú er það eflaust rétt að einhverra leiða þarf að leita til að endurvekja traust til löggjafar- og framkvæmdavaldsins í endurreistu Íslandi. Það þarf nýja hugsun um ábyrgð meðal stjórnmálamanna og samband þeirra við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að muna hvaðan vald þeirra kemur og í hvaða umboði þeir sitja. Persónukjör og einmenningskjördæmi eru samt varla rétta leiðin í því. Það virðist gleymast í þessari kröfu um endurnýjun stjórnmálaumhverfisins að persónukjör er mjög ríkjandi hér á landi í gegnum prófkjörin. Flokkarnir bjóða upp á þessa leið til þess að velja frambjóðendur á sína lista til að „auka lýðræðið". Það þarf ekki að líta lengra en aftur að Albert Guðmundssyni til að efast um að slík persónukjör hafi alltaf jákvæð áhrif á lýðræðið. Ekki nóg með að stjórnmálaflokkar hafi reynt að efla lýðræðið með prófkjörum, heldur hefur það farið í aukana að prófkjörin séu galopin. Allir mega kjósa í þeim prófkjörum, líka þeir sem ekki eru í þeim flokki sem prófkjörið snýst um. Það má vissulega spyrja hversu lýðræðislegt það er að allir geti haft slík áhrif á innra starf stjórnmálaflokkanna. Ef prófkjörin sjálf eru skoðuð hafa þau verið gagnrýnd harkalega fyrir þann gífurlega kostnað sem þeim fylgir. Ef aðgangurinn að stjórnmálaþátttöku er of dýr getur stórum hópum verið haldið frá Alþingi, vegna þess að þeir eru ekki nægjanlega tengdir fjármagninu. Kostnaðurinn við persónukjör til þings væri engu minni, sem er nokkuð sem gagnrýnendur núverandi kerfis ættu að hafa í huga þegar það er jafnframt gagnrýnt að stjórnmálamenn hafi verið of tengdir fjármagninu. Annað sem gagnrýnendur núverandi kerfis ættu að hafa í huga er að í sömu andrá og kvartað er undan skorti á lýðræði með fáum röddum er ákall um einmenningskjördæmi. Eins og reynslan sýnir leiða einmenningskjördæmi ekki til aukinnar fjölbreytni á þingi heldur aukinnar fábreytni. Það þarf mun hærra hlutfall atkvæða til að koma manni að; aðeins sá sem fær flest atkvæði eða yfir helming atkvæða er kjörinn. Þetta þýðir að þröskuldurinn sem þarf að yfirstíga til að komast á þing er hærri en nú er. Smærri flokkar leggjast af. Það eru einmenningskjördæmi í Bandaríkjunum þar sem einungis tveir flokkar berjast raunverulega um völdin. Einnig eru einmenningskjördæmi í Bretlandi þar sem þrír flokkar berjast. Kerfið þýðir einnig að það er bara einn flokkur sem fer með framkvæmdavaldið, ekki alltaf í krafti meirihluta kjósenda þó hann hafi meirihluta þingmanna. Hún mun eflaust lifa hugmyndin um endurskoðun stjórnmálanna. En hugmyndir um frekari persónukjör og einmenningskjördæmi er ekki rétta leiðin. Við skulum frekar vanda valið.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun