Menning

Fólkinu í blokkinni fagnað

Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri ásamt leikkonunum Esther Talíu Casey og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Þær Esther og Maríanna eru skólasystur leikstjórans, Unnar Aspar, úr Leiklistarskólanum.
Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri ásamt leikkonunum Esther Talíu Casey og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Þær Esther og Maríanna eru skólasystur leikstjórans, Unnar Aspar, úr Leiklistarskólanum. MYND/Valli
Söngleikurinn Fólkið í blokkinni var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Gestir kunnu vel að meta verkið og var aðstandenum vel fagnað að sýningu lokinni.

Fólkið í blokkinni er eftir Ólaf Hauk Símonarson. Meðal leikara eru Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Magnús Guðmundsson. Unnur Ösp Stefánsdóttir er leikstjóri og Geirfuglarnir sjá um tónlistina í sýningunni.

Ljósmyndari Fréttablaðsins fékk að kíkja baksviðs skömmu fyrir frumsýninguna á föstudagskvöld og var góð stemning meðal leikaranna. Leikhúsgestir voru sömuleiðis spenntir að sjá útkomuna.

Stolt Þórunn Sigurðardóttir og Stefán Baldursson, foreldrar leikstjórans Unnar Aspar, sjást hér með Magnúsi Geir leikhússtjóra.
spenna Leikararnir slógu á létta strengi baksviðs skömmu fyrir frumsýningu.


Í stólnum Freyr Eyjólfsson úr Geirfuglunum er hér gerður sviðshæfur í förðunarstólnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×