Íslenski boltinn

Katrín: Eigum nóg inni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katrín Jónsdóttir í baráttu við Katrínu Ómarsdóttur í leik Vals og KR. Þær voru þó samherjar í landsliðinu í dag.
Katrín Jónsdóttir í baráttu við Katrínu Ómarsdóttur í leik Vals og KR. Þær voru þó samherjar í landsliðinu í dag.
Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, var ánægð með frammistöðu sinna manna í dag og segir að þær eigi enn nóg inni.

Ísland vann í dag 5-0 sigur á Slóveníu í undankeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. Á fimmtudaginn mætir liðið Grikklandi og þarf þar nauðsynlega á sigri að halda.

„Við vorum örlítið stressaðar í byrjun leiksins og var það kannski eðlilegt. En við unnum okkur vel inn í leikinn og unnum sannfærandi sigur," sagði Katrín sem skoraði eitt marka Íslands í dag.

Hún lék í hjarta íslensku varnarinnar sem hélt hreinu í fimmta leik af alls sex í riðlinum.

„Þær slóvensku ógnuðu marki okkar kannski ekki mikið en ég var samt mjög ánægð með varnarlínuna og varnarleik liðsins alls. Færslurnar voru góðar og ég er mjög sátt."

„En nú þurfum við að núllstilla okkur fyrir næsta leik sem verður alls ekki auðvelt verkefni. Við ætlum okkur samt að taka þrjú stig þar og gefa jafnvel meira í þann leik en við gerðum í dag. Við eigum nóg inni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×