Immelman sá fyrsti síðan Player Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 10:49 Zach Johnson klæðir Trevor Immelman í græna jakkann. Nordic Photos / Getty Images Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira