Virðum margbreytileikann Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. maí 2008 06:00 Heilbrigð sál í hraustum líkama er ágætt slagorð sem lengi hefur þótt gott og er gott. Ágæt er líka sú heilsuvakning sem orðið hefur hin síðari ár með aukinni meðvitund um mikilvægi hreyfingar og gildi þess að borða hollan mat. Verri er fylgifiskurinn með heilsuvakningunni, megrunaráróðurinn, sem allt að því tröllríður vestrænu samfélagi með oft á tíðum ógnvænlegum afleiðingum þar á meðal hinum banvæna sjúkdómi, átröskun. Megrunaráróðurinn er víða að finna, ekki síst í ýmsum tímaritum þar sem slegið er upp að einhver (yfirleitt kona) hafi lést um svo og svo mörg kíló og ályktun er dregin; meiri hamingja fylgir minni þyngd. Líklega eru þær íslenskar konur sem einhvern tíma á lífsleiðinni hafa farið í megrun mun fleiri en þær sem aldrei hafa talið sig þurfa það. Og karlarnir eru liðtækir líka þótt megrunarkvöðin virðist ekki liggja jafnþungt á þeim og konunum. Einn af hverjum tíu framhaldsskólanemum er með einkenni átröskunar sem er einn algengasti geðsjúkdómur ungra kvenna. Ekki alls fyrir löngu var svo frá því greint í fjölmiðlum að stúlkur allt niður í sjö ára, færu í megrun og samkeppni væri milli þeirra um hver væri grennst. Ekki er hægt að kenna fjölmiðlum um þetta. Þar verður að kalla foreldra til ábyrðgar. Í dag er megrunarlausi dagurinn; hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra. Dagurinn var fyrst haldinn í Bretlandi árið 1992 að frumkvæði konu sem þjáðist af átröskun og vildi vekja athygli fólks á þeim þjáningum sem hljótast af þráhyggju fólks um grannan vöxt. Dagurinn er nú haldinn hér á Íslandi í þriðja sinn. Fólk er og verður misjafnt; einn er grannholda sama hvað hann lætur ofan í sig meðan aðrir eru ævinlega holdmiklir. Báðir geta verið jafnhraustir eftir sem áður og það er það sem skiptir raunverulega máli. Kjarni málsins er að hver og einn beri virðingu fyrir líkama sínum eins og hann er skapaður. Sú virðing felst í því að rækta hann með góðri hreyfingu og næringarríkum mat og um leið að sættast við hann eins og hann er, feitur eða mjór. Ekki er síður mikilvægt að borin sé virðing fyrir öðru fólki og líkama þess, óháð því hvernig það er vaxið, og að látið sé af fyrirfram gefnum hugmyndum um að gildvaxinn líkami merki vanheilsu og agaleysi en grannvaxinn góða heilsu og aðhaldssemi. Ágætt er að hafa í huga að aukin líkamsvirðing er mun vænlegri til að auka lífsgæði en kíló sem fjúka í átaki (og raunar er líklegast að komi aftur til baka að minnsta kosti að hluta). Á megrunarlausa deginum er um að gera að finna fegurðina í fjölbreytileikanum og fjölbreytileikann er svo sannarlega að finna í líkamsvexti okkar mannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun
Heilbrigð sál í hraustum líkama er ágætt slagorð sem lengi hefur þótt gott og er gott. Ágæt er líka sú heilsuvakning sem orðið hefur hin síðari ár með aukinni meðvitund um mikilvægi hreyfingar og gildi þess að borða hollan mat. Verri er fylgifiskurinn með heilsuvakningunni, megrunaráróðurinn, sem allt að því tröllríður vestrænu samfélagi með oft á tíðum ógnvænlegum afleiðingum þar á meðal hinum banvæna sjúkdómi, átröskun. Megrunaráróðurinn er víða að finna, ekki síst í ýmsum tímaritum þar sem slegið er upp að einhver (yfirleitt kona) hafi lést um svo og svo mörg kíló og ályktun er dregin; meiri hamingja fylgir minni þyngd. Líklega eru þær íslenskar konur sem einhvern tíma á lífsleiðinni hafa farið í megrun mun fleiri en þær sem aldrei hafa talið sig þurfa það. Og karlarnir eru liðtækir líka þótt megrunarkvöðin virðist ekki liggja jafnþungt á þeim og konunum. Einn af hverjum tíu framhaldsskólanemum er með einkenni átröskunar sem er einn algengasti geðsjúkdómur ungra kvenna. Ekki alls fyrir löngu var svo frá því greint í fjölmiðlum að stúlkur allt niður í sjö ára, færu í megrun og samkeppni væri milli þeirra um hver væri grennst. Ekki er hægt að kenna fjölmiðlum um þetta. Þar verður að kalla foreldra til ábyrðgar. Í dag er megrunarlausi dagurinn; hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum í garð feitra. Dagurinn var fyrst haldinn í Bretlandi árið 1992 að frumkvæði konu sem þjáðist af átröskun og vildi vekja athygli fólks á þeim þjáningum sem hljótast af þráhyggju fólks um grannan vöxt. Dagurinn er nú haldinn hér á Íslandi í þriðja sinn. Fólk er og verður misjafnt; einn er grannholda sama hvað hann lætur ofan í sig meðan aðrir eru ævinlega holdmiklir. Báðir geta verið jafnhraustir eftir sem áður og það er það sem skiptir raunverulega máli. Kjarni málsins er að hver og einn beri virðingu fyrir líkama sínum eins og hann er skapaður. Sú virðing felst í því að rækta hann með góðri hreyfingu og næringarríkum mat og um leið að sættast við hann eins og hann er, feitur eða mjór. Ekki er síður mikilvægt að borin sé virðing fyrir öðru fólki og líkama þess, óháð því hvernig það er vaxið, og að látið sé af fyrirfram gefnum hugmyndum um að gildvaxinn líkami merki vanheilsu og agaleysi en grannvaxinn góða heilsu og aðhaldssemi. Ágætt er að hafa í huga að aukin líkamsvirðing er mun vænlegri til að auka lífsgæði en kíló sem fjúka í átaki (og raunar er líklegast að komi aftur til baka að minnsta kosti að hluta). Á megrunarlausa deginum er um að gera að finna fegurðina í fjölbreytileikanum og fjölbreytileikann er svo sannarlega að finna í líkamsvexti okkar mannanna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun