Menning

Framlag Haralds

Haraldur Níelsson kennimaður og klerkur
Haraldur Níelsson kennimaður og klerkur
Einn helsti áhrifamaður þjóðarinnar á síðustu öld var Haraldur Nielsson. Á morgun er þess minnst með málþingi í Þjóðarbókhlöðu að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og öld liðin frá því hann gaf út umdeilda þýðingu á Gamla testamentinu. Á málþinginu talar sonur Haralds, Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, um föður sinn og prófessorarnir Pétur Pétursson, Gunnlaugur A. Jónsson, Erlendur Haraldsson og Gunnar Kristjánsson prófastur fjalla um ævi og störf Haralds..

Dagskráin hefst í Fríkirkjunni í Reykjavík með messu kl. 11 og málþingið hefst í Þjóðarbókhlöðunni kl. 13.15. Sýningin verður opnuð kl. 15.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×