Menning

Ljósmyndir sem spanna hundrað ár

Litið um öxl Hafnarfjörður árið 1908.
Litið um öxl Hafnarfjörður árið 1908.
Öld er liðin frá því að hinn huggulegi bær Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi. Af því tilefni verður opnuð í kvöld kl. 20 sýning í Hafnarborg, menningar- og listastofnun bæjarins, á 200 ljósmyndum frá Byggðasafni Hafnarfjarðar sem spanna sögu kaupstaðarins. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, og Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafnsins, segja nokkur orð á opnuninni, en þau eru höfundar bókarinnar Hundrað sem kemur út í tilefni afmælisins. Bókin er samansafn texta og myndabrota úr langri og merkilegri sögu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Brotin geta staðið ein og sér, en saman mynda þau örsögur úr bæjarlífinu.- vþ





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.