En þetta er bara mín trú Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 5. júní 2008 04:00 Nýlega reyndi guðfræðinemi að færa rök fyrir því hér á þessum vettvangi að fullorðið fólk, t.a.m. í umönnunarstéttum, ætti að vera hreinskiptið í samræðum við börn um álitamál eins og trúmál. Ef barn spyrði kristinn kennara spurningar á borð við: „Hvar er mamma þín?" þá væri hreinlega eðlilegt að svara „Hún er hjá Guði," svo lengi sem sá varnagli fylgdi að einhver gæti verið annarrar skoðunar. Þannig lærði barnið smám saman að kennarinn héldi mömmu sína vera hjá Guði, Abdullah í 5.G héldi hana hjá Skrattanum og Ella náttúrufræðikennari fullyrti að hún væri hjá ormunum. Með þessu móti myndi barnið vera eggjað til að taka eigin afstöðu sjálfstætt og eðlilega. Þetta er auðvitað galin skoðun. Kennarar, foreldrar og jafnvel þýðendur barnaefnis eru í innrætingarhlutverki gagnvart börnum. Þessu innrætingarhlutverki fylgir sú skylda að gera barnið fært um að taka sjálft afstöðu til álitamála. Meginatriði í því að taka afstöðu, hvort sem um barn eða fullorðinn er að ræða, er að skilja málefnið sjálft - og þá þarf að hreinsa burt alla þá þætti sem þvælast fyrir og byrgja sýn. Það eru einmitt þættir eins og hefðir, bábiljur og síðast en alls ekki síst persónur þeirra sem málefninu tengjast. Það er óhugguleg sálnaásælni sem vakir fyrir guðfræðinemanum sem vill eiga einlæg samtöl við smábörn um Guð og blanda persónu sinni þar inn í. Þau rök að annars tali barnið bara við einhvern annan (t.d. önnur börn) eru svo ómerkileg að þau þarf ekki að virða með svari. Skoðanir einstakra fullorðinna á álitamálum eiga ekkert erindi við börn. Það skiptir hér ekki meginmáli hvort skoðunin lýtur að eilífðarmálum eða öðrum eldfimum málum. Kennari sem trúir börnum fyrir því að sér finnist komið alveg nóg af Pólverjum til landsins er siðblindur, alveg eins og sá sem fullyrðir að það sé hans persónulega sannfæring að börn sem sprengi sig í loft upp við landamærastöðvar fari á góða staðinn og kalli blessun yfir fjölskyldur sínar. Hér skiptir engu þótt skoðunin sé smurð í bak og fyrir með fyrirvörum og varnöglum. Fólk sem hefur svo róttæka afstöðu í álitamálum að því líður illa að þurfa að sitja á henni innan um börn er hreinlega ófært til að umgangast börn í starfi sínu. Það á að finna sér aðra vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun
Nýlega reyndi guðfræðinemi að færa rök fyrir því hér á þessum vettvangi að fullorðið fólk, t.a.m. í umönnunarstéttum, ætti að vera hreinskiptið í samræðum við börn um álitamál eins og trúmál. Ef barn spyrði kristinn kennara spurningar á borð við: „Hvar er mamma þín?" þá væri hreinlega eðlilegt að svara „Hún er hjá Guði," svo lengi sem sá varnagli fylgdi að einhver gæti verið annarrar skoðunar. Þannig lærði barnið smám saman að kennarinn héldi mömmu sína vera hjá Guði, Abdullah í 5.G héldi hana hjá Skrattanum og Ella náttúrufræðikennari fullyrti að hún væri hjá ormunum. Með þessu móti myndi barnið vera eggjað til að taka eigin afstöðu sjálfstætt og eðlilega. Þetta er auðvitað galin skoðun. Kennarar, foreldrar og jafnvel þýðendur barnaefnis eru í innrætingarhlutverki gagnvart börnum. Þessu innrætingarhlutverki fylgir sú skylda að gera barnið fært um að taka sjálft afstöðu til álitamála. Meginatriði í því að taka afstöðu, hvort sem um barn eða fullorðinn er að ræða, er að skilja málefnið sjálft - og þá þarf að hreinsa burt alla þá þætti sem þvælast fyrir og byrgja sýn. Það eru einmitt þættir eins og hefðir, bábiljur og síðast en alls ekki síst persónur þeirra sem málefninu tengjast. Það er óhugguleg sálnaásælni sem vakir fyrir guðfræðinemanum sem vill eiga einlæg samtöl við smábörn um Guð og blanda persónu sinni þar inn í. Þau rök að annars tali barnið bara við einhvern annan (t.d. önnur börn) eru svo ómerkileg að þau þarf ekki að virða með svari. Skoðanir einstakra fullorðinna á álitamálum eiga ekkert erindi við börn. Það skiptir hér ekki meginmáli hvort skoðunin lýtur að eilífðarmálum eða öðrum eldfimum málum. Kennari sem trúir börnum fyrir því að sér finnist komið alveg nóg af Pólverjum til landsins er siðblindur, alveg eins og sá sem fullyrðir að það sé hans persónulega sannfæring að börn sem sprengi sig í loft upp við landamærastöðvar fari á góða staðinn og kalli blessun yfir fjölskyldur sínar. Hér skiptir engu þótt skoðunin sé smurð í bak og fyrir með fyrirvörum og varnöglum. Fólk sem hefur svo róttæka afstöðu í álitamálum að því líður illa að þurfa að sitja á henni innan um börn er hreinlega ófært til að umgangast börn í starfi sínu. Það á að finna sér aðra vinnu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun