Fólkið í blokkinni 9. október 2008 04:00 Leiklist. Fólkið í blokkinni. Grímur Bjarnason Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp