Skotsilfur Egils Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 4. desember 2008 07:00 Umræðan um starfsmanna- og launamál RÚV tók áhugaverða litla beygju í vikunni. Egill Helgason ákvað að opinbera eigin launakjör á vefsíðu sinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þau eru um 800 þúsund á mánuði, auk jakkafata, síma og frírra áskrifta að helstu fjölmiðlum. Því fer fjarri að ég ætli að gagnrýna það sérstaklega. Eins og hann segir sjálfur þarf hann að lesa alveg heil ógrynni af bókum fyrir Kiljuna sína, svo þetta er engin léttavinna. Það er heldur ekki hrist fram úr jakkafataerminni að finna einhverja nýja til að koma í Silfrið í hverri viku og lýsa því yfir að þeir hafi nú verið búnir að spá þessu hruni fyrir löngu. Aðdáendur hans eru líka sammála. Hann ætti að fá meira ef eitthvað er - fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu alþýðunnar. Reyndar fer það starf aðallega fram á bloggsíðunni hans. Sem hann fær borgað frá þriðja aðila fyrir að nota sem millilið fyrir lesendabréf annarra og auglýsingar fyrir eigin sjónvarpsþætti. Páll Magnússon ætti hins vegar að sjá sóma sinn í að lækka eigin laun, samkvæmt sama fólki. Að vísu er Páll ábyrgur fyrir stöðu Egils, en það er aukaatriði. Hann gerir samt ekkert af viti. Egill er slægur. Hann veit sem er að upphæðin skiptir ekki máli; hann hefði vel getað flaggað sömu tölu og Páll státar af en samt átt inni vísan stuðning helstu aðdáenda fyrir það eitt að vera nógu hreinskilinn til að gefa það upp. Svona eins og Jón Ásgeir fékk hjá mörgum prik fyrir það eitt að „þora" að koma í Silfrið til hans. Egill er enginn ofurlaunamaður. 800 þúsund er ekki upphæð til að gera veður út af, allajafna. En ég þori samt næstum að fullyrða að innan RÚV finnst (eða kannski fannst, eftir síðustu atburði) fólk með lægri laun, sem jafnvel þarf að leggja meira á sig í vinnunni en Egill þarf með bókalestri sínum. Og fyrir mitt leyti væri ég sáttur við að skattarnir mínir færu í að halda því fólki í vinnu - þótt því fylgdi jafnvel sá böggull að sjá Egil sjaldnar á skjánum. Ég hugsa að ég gæti lært að lifa með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Umræðan um starfsmanna- og launamál RÚV tók áhugaverða litla beygju í vikunni. Egill Helgason ákvað að opinbera eigin launakjör á vefsíðu sinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þau eru um 800 þúsund á mánuði, auk jakkafata, síma og frírra áskrifta að helstu fjölmiðlum. Því fer fjarri að ég ætli að gagnrýna það sérstaklega. Eins og hann segir sjálfur þarf hann að lesa alveg heil ógrynni af bókum fyrir Kiljuna sína, svo þetta er engin léttavinna. Það er heldur ekki hrist fram úr jakkafataerminni að finna einhverja nýja til að koma í Silfrið í hverri viku og lýsa því yfir að þeir hafi nú verið búnir að spá þessu hruni fyrir löngu. Aðdáendur hans eru líka sammála. Hann ætti að fá meira ef eitthvað er - fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu alþýðunnar. Reyndar fer það starf aðallega fram á bloggsíðunni hans. Sem hann fær borgað frá þriðja aðila fyrir að nota sem millilið fyrir lesendabréf annarra og auglýsingar fyrir eigin sjónvarpsþætti. Páll Magnússon ætti hins vegar að sjá sóma sinn í að lækka eigin laun, samkvæmt sama fólki. Að vísu er Páll ábyrgur fyrir stöðu Egils, en það er aukaatriði. Hann gerir samt ekkert af viti. Egill er slægur. Hann veit sem er að upphæðin skiptir ekki máli; hann hefði vel getað flaggað sömu tölu og Páll státar af en samt átt inni vísan stuðning helstu aðdáenda fyrir það eitt að vera nógu hreinskilinn til að gefa það upp. Svona eins og Jón Ásgeir fékk hjá mörgum prik fyrir það eitt að „þora" að koma í Silfrið til hans. Egill er enginn ofurlaunamaður. 800 þúsund er ekki upphæð til að gera veður út af, allajafna. En ég þori samt næstum að fullyrða að innan RÚV finnst (eða kannski fannst, eftir síðustu atburði) fólk með lægri laun, sem jafnvel þarf að leggja meira á sig í vinnunni en Egill þarf með bókalestri sínum. Og fyrir mitt leyti væri ég sáttur við að skattarnir mínir færu í að halda því fólki í vinnu - þótt því fylgdi jafnvel sá böggull að sjá Egil sjaldnar á skjánum. Ég hugsa að ég gæti lært að lifa með því.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun