Hamilton ætlar að bjóða upp á fasta liði um helgina 31. júlí 2008 10:14 NordcPhotos/GettyImages Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren ætlar ekki að breyta keppnisáætlun sinni nú þegar hann hefur náð fjögurra stiga forskoti í keppni ökuþóra þegar átta keppnir eru eftir af heimsmeistaramótinu. Hamilton hefur átt það til að pressa of stíft og enda með fangið tómt líkt og atvikaðist í Barein og Frakklandi, en hann hefur nú öðlast mikið og gott sjálfstraust eftir tvo sigra í röð - Í Silverstone og Hockenheim. Næsta keppni verður í Ungverjalandi á sunnudaginn og Hamilton sér enga ástæðu til að breyta um keppnisáætlun. "Það er auðvelt að áætla að nú fari ég að passa mig betur af því ég er með smá forystu, en ég hef ekki breytt neinu. Það er best fyrir mig að aka stíft, því þannig hef ég náð bestum úrslitum. Ég held að sé hættulegt að breyta um stíl á miðju tímabili. Það verða því fastir liðir eins og venjulega í Ungverjalandi um helgina," sagði Hamilton. Staðan í keppni ökumanna: 1. Hamilton, McLaren 58 stig 2. Massa, Ferrari 54 stig 3. Raikkönen, Ferrari 51 stig 4. Kubica, BMW 48 stig 5. Heidfeld, BMW 41 Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren ætlar ekki að breyta keppnisáætlun sinni nú þegar hann hefur náð fjögurra stiga forskoti í keppni ökuþóra þegar átta keppnir eru eftir af heimsmeistaramótinu. Hamilton hefur átt það til að pressa of stíft og enda með fangið tómt líkt og atvikaðist í Barein og Frakklandi, en hann hefur nú öðlast mikið og gott sjálfstraust eftir tvo sigra í röð - Í Silverstone og Hockenheim. Næsta keppni verður í Ungverjalandi á sunnudaginn og Hamilton sér enga ástæðu til að breyta um keppnisáætlun. "Það er auðvelt að áætla að nú fari ég að passa mig betur af því ég er með smá forystu, en ég hef ekki breytt neinu. Það er best fyrir mig að aka stíft, því þannig hef ég náð bestum úrslitum. Ég held að sé hættulegt að breyta um stíl á miðju tímabili. Það verða því fastir liðir eins og venjulega í Ungverjalandi um helgina," sagði Hamilton. Staðan í keppni ökumanna: 1. Hamilton, McLaren 58 stig 2. Massa, Ferrari 54 stig 3. Raikkönen, Ferrari 51 stig 4. Kubica, BMW 48 stig 5. Heidfeld, BMW 41
Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira