Fer ekki á svið með Jackson 5 1. nóvember 2008 04:15 Popparinn Michael Jackson ætlar ekki í tónleikaferð um heiminn með systkinum sínum í Jackson 5. Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira