Fékk samning í Danmörku 12. desember 2008 06:00 Rúnar, sem flytur heim til Íslands á sunnudag, er í skýjunum með dreifingarsamning sinn í Danmörku. „Ég er að sjálfsögðu alveg í skýjunum með þetta," segir tónlistarmaðurinn Rúnar Eff sem hefur tryggt sér dreifingarsamning í Danmörku í kjölfar góðs gengis í raunveruleikaþættinum All Stars. Rúnar komst alla leið í úrslit í þættinum en kór hans náði á endanum ekki að tryggja sér sigur. „Þetta gekk rosa vel. Að flestra mati vorum við mun sterkari hópurinn sönglega séð. En hinn kórinn var með mun sterkara málefni að berjast fyrir, eða leiksvæði fyrir munaðarleysingja, á meðan okkar kór var að berjast fyrir hljóðstúdíói í Sönderborg," segir Rúnar Eff, en sigurlaun keppninnar runnu öll til góðgerðamála. Tvö lög Rúnars verða gefin út á smáskífu í Danmörku á næstunni, annars vegar Aha-lagið Take On Me, sem kom út á síðustu sólóplötu hans, og hins vegar You sem er einnig á plötunni. Rúnar hefur jafnframt sent frá sér nýtt jólalag sem nefnist Jólin koma. „Ég samdi þetta fyrir einhverjum sjö árum. Ég ætlaði alltaf að gefa þetta út fyrir jólin en hafði aldrei tíma," segir hann. Rúnar flytur til Íslands á sunnudag en verður þó með annan fótinn í Kaupmannahöfn vegna söngkennaranáms síns. Mun hann nýta tækifærið og fylgja sólóferli sínum eftir þar í landi með tónleikahaldi. Danskir fjölmiðlar hafa haft mikinn áhuga á honum vegna þátttökunnar í All Stars og til að mynda verður hann gestur þáttarins Go"Aften Danmark á TV2 í janúar, sem er nokkurs konar dönsk útgáfa af Kastljósi eða Íslandi í dag. Næstu tónleikar Rúnars hér á landi verða á Glerártorgi 22. desember og þar mun hann væntanlega koma öllum í jólaskap með nýja jólalaginu sínu. Hann hefur einnig verið bókaður á menningarnótt í ágúst á næsta ári þar sem hann stígur síðastur á sviðið með hljómsveit sinni. - fb Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er að sjálfsögðu alveg í skýjunum með þetta," segir tónlistarmaðurinn Rúnar Eff sem hefur tryggt sér dreifingarsamning í Danmörku í kjölfar góðs gengis í raunveruleikaþættinum All Stars. Rúnar komst alla leið í úrslit í þættinum en kór hans náði á endanum ekki að tryggja sér sigur. „Þetta gekk rosa vel. Að flestra mati vorum við mun sterkari hópurinn sönglega séð. En hinn kórinn var með mun sterkara málefni að berjast fyrir, eða leiksvæði fyrir munaðarleysingja, á meðan okkar kór var að berjast fyrir hljóðstúdíói í Sönderborg," segir Rúnar Eff, en sigurlaun keppninnar runnu öll til góðgerðamála. Tvö lög Rúnars verða gefin út á smáskífu í Danmörku á næstunni, annars vegar Aha-lagið Take On Me, sem kom út á síðustu sólóplötu hans, og hins vegar You sem er einnig á plötunni. Rúnar hefur jafnframt sent frá sér nýtt jólalag sem nefnist Jólin koma. „Ég samdi þetta fyrir einhverjum sjö árum. Ég ætlaði alltaf að gefa þetta út fyrir jólin en hafði aldrei tíma," segir hann. Rúnar flytur til Íslands á sunnudag en verður þó með annan fótinn í Kaupmannahöfn vegna söngkennaranáms síns. Mun hann nýta tækifærið og fylgja sólóferli sínum eftir þar í landi með tónleikahaldi. Danskir fjölmiðlar hafa haft mikinn áhuga á honum vegna þátttökunnar í All Stars og til að mynda verður hann gestur þáttarins Go"Aften Danmark á TV2 í janúar, sem er nokkurs konar dönsk útgáfa af Kastljósi eða Íslandi í dag. Næstu tónleikar Rúnars hér á landi verða á Glerártorgi 22. desember og þar mun hann væntanlega koma öllum í jólaskap með nýja jólalaginu sínu. Hann hefur einnig verið bókaður á menningarnótt í ágúst á næsta ári þar sem hann stígur síðastur á sviðið með hljómsveit sinni. - fb
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira