Formúla 1

Lewis Hamilton vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu

Hamilton skildi ekkert í dóm dómara á Spa og stefnir á sigur í næsta móti.
Hamilton skildi ekkert í dóm dómara á Spa og stefnir á sigur í næsta móti.

Bretinn Lewis Hamilton hefur ekki sérstakar áhyggjur af niðurstöðunni í áfrýjunarmáli FIA sem verið er að taka fyrir í París í kvöld.

„Hver sem niðurstaðan verður, þá hef ég ekki áhyggjur. Ég vona bara að dómaranir sjái sannleikann. Ég er kappakstursökumaður og geri alltaf mitt besta. Það er mitt starf og ég finn mig vel í því. Núna einbeiti ég mér að næstu keppni og stefni á sigur," sagði Hamilton í dag, eftir að hafa borið vitni í áfrýjunarmáli McLaren gegn dómurum á Spa mótinu í Belgíu.

Hamilton keppir í Singapúr um næstu helgi og þá verður ekið á götum borgarinnar að næturlagi. Verður mótið flóðlýst og er það í fyrsta skipti sem keppni af því tagi fer fram.

Ef dómurinn frá Spa stendur óbreyttur þá er Hamilton aðeins með eins stigs forskot á Felipe Massa í stigakeppni ökumanna. Ef áfrýjun Hamilton verður tekin til greina og dómurinn felldur úr gildi, þá verður Hamilton með sjö stiga forskot þegar fjórum mótum er ólokið.

Sjá nánar á www.kappakstur.is














Fleiri fréttir

Sjá meira


×