Safn um Gísla á Uppsölum 30. júlí 2008 06:00 Bær Gísla verður orðinn safn næsta sumar. Ómar Ragnarsson og fleiri í Uppsalafélaginu standa fyrir uppbyggingunni. Ómar Ragnarsson, Árni Johnsen og fleiri vinna að því að halda minningu Gísla á Uppsölum á lofti. Safn um einbúann verður opnað næsta sumar. Einbúinn Gísli á Uppsölum varð landsfrægur eftir að hann birtist í Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar snemma á 9. áratugnum. Gísli, sem lést á gamlársdag 1986 á sjúkrahúsinu á Patreksfirði, er fólki enn í fersku minni og þeir ferðamenn sem leggja leið sína í Selárdalinn fara jafnan að gamla bænum hans og skoða sig um. Nú standa yfir endurbætur á bænum á vegum Uppsalafélagsins sem Ómar Ragnarsson, Árni Johnsen og fleiri standa að. „Það var hörmung að sjá húsið,“ segir Ómar. „En nú er verið að lagfæra heimreiðina að bænum og skipta um bárujárn á þakinu. Svo verður gert við glugga, húsið málað og fleira. Satt að segja er dalurinn allur að vakna til lífsins því bærinn hans Samúels Jónssonar og listaverkin hafa líka verið tekin í gegn.“ Þegar Uppsalafélagið hefur lokið starfi sínu verða Uppsalir orðnir eins konar safn um Gísla. Ómar og félagar hafa ýmsar hugmyndir um safnmunina. „Eftirlíkingu af rúminu hans verður komið fyrir og stórri mynd af karlinum þar sem hann er að spila á orgelið sitt. Orgelið er núna á minjasafninu á Hnjóti og við erum ekkert að eiga við það. Sjónvarpstækið sem Jón Páll færði honum verður þarna líka og í því verður hægt að spila Stikluþáttinn. Þarna verður líka útvarpstæki sem spilar Egil Ólafsson og Berglindi Björk að syngja ljóð eftir Gísla.“ Lagið við ljóðið er eftir Ómar sjálfan. Gestir verða sjálfir safnverðir í þessu nýstárlega safni enda segir Ómar að þeim sé alveg treystandi til að ganga vel um. „Það er talsverður straumur fólks í bæinn eins og hann er núna og það hefur ekki verið neitt vesen. Það ganga allir vel um.“ gunnarh@frettabladid.is Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Ómar Ragnarsson, Árni Johnsen og fleiri vinna að því að halda minningu Gísla á Uppsölum á lofti. Safn um einbúann verður opnað næsta sumar. Einbúinn Gísli á Uppsölum varð landsfrægur eftir að hann birtist í Stiklu-þætti Ómars Ragnarssonar snemma á 9. áratugnum. Gísli, sem lést á gamlársdag 1986 á sjúkrahúsinu á Patreksfirði, er fólki enn í fersku minni og þeir ferðamenn sem leggja leið sína í Selárdalinn fara jafnan að gamla bænum hans og skoða sig um. Nú standa yfir endurbætur á bænum á vegum Uppsalafélagsins sem Ómar Ragnarsson, Árni Johnsen og fleiri standa að. „Það var hörmung að sjá húsið,“ segir Ómar. „En nú er verið að lagfæra heimreiðina að bænum og skipta um bárujárn á þakinu. Svo verður gert við glugga, húsið málað og fleira. Satt að segja er dalurinn allur að vakna til lífsins því bærinn hans Samúels Jónssonar og listaverkin hafa líka verið tekin í gegn.“ Þegar Uppsalafélagið hefur lokið starfi sínu verða Uppsalir orðnir eins konar safn um Gísla. Ómar og félagar hafa ýmsar hugmyndir um safnmunina. „Eftirlíkingu af rúminu hans verður komið fyrir og stórri mynd af karlinum þar sem hann er að spila á orgelið sitt. Orgelið er núna á minjasafninu á Hnjóti og við erum ekkert að eiga við það. Sjónvarpstækið sem Jón Páll færði honum verður þarna líka og í því verður hægt að spila Stikluþáttinn. Þarna verður líka útvarpstæki sem spilar Egil Ólafsson og Berglindi Björk að syngja ljóð eftir Gísla.“ Lagið við ljóðið er eftir Ómar sjálfan. Gestir verða sjálfir safnverðir í þessu nýstárlega safni enda segir Ómar að þeim sé alveg treystandi til að ganga vel um. „Það er talsverður straumur fólks í bæinn eins og hann er núna og það hefur ekki verið neitt vesen. Það ganga allir vel um.“ gunnarh@frettabladid.is
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira