Harrington vann sitt annað risamót í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 08:04 Nick Faldo óskar hér Harrington til hamingju með sigurinn. Nordic Photos / Getty Images Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig." Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig."
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira