Hamilton: Ég er orðlaus 2. nóvember 2008 20:33 Lewis Hamilton AFP Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn. Formúla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn.
Formúla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira