Hamilton: Ég er orðlaus 2. nóvember 2008 20:33 Lewis Hamilton AFP Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn. Formúla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn.
Formúla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira