Hamilton: Ég er orðlaus 2. nóvember 2008 20:33 Lewis Hamilton AFP Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni. "Það er ekki hægt að koma þessu í orð," sagði hinn 23 ára Breti eftir keppnina, en hann er yngsti ökumaður til að vinna titilinn í sögu Formúlu 1. "Þetta er búin að vera löng leið og ég er algjörlega orðlaus. Það er frábært að geta skilað þessu í hús eftir allar þær fórnir sem við höfum fært. Þetta var ein erfiðasta keppni mín á ferlinum - ef ekki sú erfiðasta," sagði Hamilton. Hann tók fram úr Timo Glock í síðustu beygjunni í keppninni og náði að stela fimmta sætinu og tryggja sér heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að Massa kæmi fyrstur í mark. "Ég átti ekki orð þegar ég komst fram úr Glock og hugsaði með mér hvort ég væri búinn að ná þessu. Ég var svo alsæll þegar mér var sagt að titillinn væri í höfn. Ég verð að hvíla mig af því hjartað er á síðasta snúningi," sagði Hamilton í samtali við BBC og sendi öllum stuðningsmönnum sínum í Bretlandi kveðju. Felipe Massa var eðlilega skúffaður eftir að úrslitin lágu fyrir en sasgðist stoltur af liðinu þó honum hefði mistekist að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að verða heimsmeistari síðan Ayrton Senna gerði það árið 1991. "Þetta var tilfinningaþrunginn dagur. Keppnin var fullkominn hjá okkur í þessum erfiðu aðstæðum, en það voru auðvitað blendnar tilfinningar í gangi eftir að Hamilton komst fram úr Glock. Við getum verið stoltir af því að vinna keppnina en það munaði bara einu stigi á okkur í lokin. Svona er kappaksturinn og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar á tímabilinu," sagði Brasilíumaðurinn.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira