Brynjar Már vandar til verka 31. október 2008 04:30 Brynjar Már Valdimarsson gefur á laugardaginn út sína fyrstu plötu, The Beginning.fréttablaðið/stefán Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira