Rústað á svið 13. desember 2008 06:00 Ingvar E. Sigurðsson leikur stærsta hlutverkið í Rústað, blaðamanninn hundingslega sem mætir örlögum sínum á hótelherbergi í ótilgreindri borg. Í vikunni hófust æfingar á verki Söru Kane, Rústað (Blasted) sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins 30. janúar. Sýning verksins markaði tímamót þegar það var frumsýnt 1995 í Royal Court-leikhúsinu í London. Kane var þá 24 ára gömul og skiptust gagnrýnendur og leikhúsáhugafólk í tvær fylkingar um ágæti verksins. Sumir spöruðu ekki gífuryrðin og býsnuðust yfir því að verkið væri ekki boðlegt. Aðrir hömpuðu leikskáldinu unga. Margt í viðtökunum minnti á harkalegar viðtökur fyrstu verka Pinters og Osbornes á sjötta áratugnum og viðtökunum sem Saved eftir Edward Bond fékk á sínum tíma á sjöunda áratugnum. Framlag Söru Kane til leikhúsbókmenntanna er í dag talið einstakt og verk hennar sem voru partur af bresku „In-yer-face"- bylgjunni hristu duglega upp í bresku leikhúslífi og voru sýnd víða. Íslensk leikhús hafa ekki til þessa ráðist í sviðsetningar á verkum Söru Kane. Þar til nú. Auk Rústað mun Borgarleikhúsið standa fyrir leiklestrum á öllum verkum hennar á starfsárinu. Í samstarfi við Endurmenntunarstofnun verður hleypt af stokkunum námskeiði í santímaleikritun með höfuð-áherslu á verk skáldsins. Blasted, eða Rústað, eins og það heitir í íslenskri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur, gerist á hóteli í vestrænni borg þar sem borgarastyrjöld er í uppsiglingu. Það er ofbeldiskennt svo ekki sé meira sagt og ofboðslegt þótt atburðir á sviðinu eigi sér margar samsvaranir í sígildum verkum, einkum Grikkja. Ingvar E. Sigurðsson leikur burðarhlutverk sýningarinnar en auk þess munu Björn Thors og Kristín Þóra Haraldsdóttir leika í sýningunni. Kristín Eysteinsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2008 og setur nú upp sitt fyrsta verk sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið. Leikmynd og búninga gerir Börkur Jónsson en Þórður Orri Pétursson lýsir. Tónlist gerir Frank Hall. Námskeið um samtímaleikritun í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands Í tengslum við sýninguna býður Endurmenntunarstofnun í samvinnu við Borgarleikhúsið, upp á námskeið í samtímaleikritun með sérstaka áherslu á verk Söru Kane. Una Þorleifsdóttir listaháskólakennari fjallar á námskeiðinu almennt um Söru Kane, einkenni verka hennar og áhrif þeirra á leikritun og leikhúsið almennt. Magnús Þór Þorbergsson, leiklistarfræðingur, tekur síðan sérstaklega fyrir hvernig „in-yer-face"-bylgjan sem fylgdi í kjölfar Rústað náði fótfestu í Berlín og víðs vegar um Evrópu. Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri fjallar svo um Rústað og uppfærslu sína. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í vikunni hófust æfingar á verki Söru Kane, Rústað (Blasted) sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins 30. janúar. Sýning verksins markaði tímamót þegar það var frumsýnt 1995 í Royal Court-leikhúsinu í London. Kane var þá 24 ára gömul og skiptust gagnrýnendur og leikhúsáhugafólk í tvær fylkingar um ágæti verksins. Sumir spöruðu ekki gífuryrðin og býsnuðust yfir því að verkið væri ekki boðlegt. Aðrir hömpuðu leikskáldinu unga. Margt í viðtökunum minnti á harkalegar viðtökur fyrstu verka Pinters og Osbornes á sjötta áratugnum og viðtökunum sem Saved eftir Edward Bond fékk á sínum tíma á sjöunda áratugnum. Framlag Söru Kane til leikhúsbókmenntanna er í dag talið einstakt og verk hennar sem voru partur af bresku „In-yer-face"- bylgjunni hristu duglega upp í bresku leikhúslífi og voru sýnd víða. Íslensk leikhús hafa ekki til þessa ráðist í sviðsetningar á verkum Söru Kane. Þar til nú. Auk Rústað mun Borgarleikhúsið standa fyrir leiklestrum á öllum verkum hennar á starfsárinu. Í samstarfi við Endurmenntunarstofnun verður hleypt af stokkunum námskeiði í santímaleikritun með höfuð-áherslu á verk skáldsins. Blasted, eða Rústað, eins og það heitir í íslenskri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur, gerist á hóteli í vestrænni borg þar sem borgarastyrjöld er í uppsiglingu. Það er ofbeldiskennt svo ekki sé meira sagt og ofboðslegt þótt atburðir á sviðinu eigi sér margar samsvaranir í sígildum verkum, einkum Grikkja. Ingvar E. Sigurðsson leikur burðarhlutverk sýningarinnar en auk þess munu Björn Thors og Kristín Þóra Haraldsdóttir leika í sýningunni. Kristín Eysteinsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2008 og setur nú upp sitt fyrsta verk sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið. Leikmynd og búninga gerir Börkur Jónsson en Þórður Orri Pétursson lýsir. Tónlist gerir Frank Hall. Námskeið um samtímaleikritun í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands Í tengslum við sýninguna býður Endurmenntunarstofnun í samvinnu við Borgarleikhúsið, upp á námskeið í samtímaleikritun með sérstaka áherslu á verk Söru Kane. Una Þorleifsdóttir listaháskólakennari fjallar á námskeiðinu almennt um Söru Kane, einkenni verka hennar og áhrif þeirra á leikritun og leikhúsið almennt. Magnús Þór Þorbergsson, leiklistarfræðingur, tekur síðan sérstaklega fyrir hvernig „in-yer-face"-bylgjan sem fylgdi í kjölfar Rústað náði fótfestu í Berlín og víðs vegar um Evrópu. Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri fjallar svo um Rústað og uppfærslu sína. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira