Íslenski boltinn

Ólafur hefur valið fjórtán nýliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason lék sinn fyrsta A-landsleik í gær.
Arnór Smárason lék sinn fyrsta A-landsleik í gær. Mynd/Vilhelm

Síðan að Ólafur Jóhannesson tók við stöðu landsliðsþjálfara hefur hann valið fjórtán nýliða í íslenska landsliðshópinn.

Ólafur hefur alls valið fimm landliðshópa á undanförnu hálfa ári. Þann fyrsta fyrir leikinn gegn Dönum í lokaumferð undankeppni EM 2008. Þá valdi hann strax þrjá nýliða í hópinn.

Síðan þá hefur hann stýrt liðinu í sex leikjum og valið fyrir þá fjóra landsliðshópa. Flestir leikjanna fóru fram á óopinberum landsleikjadögum sem þýðir að flestir atvinnumenn Íslands í knattspyrnu stóðu honum ekki til boða.

Alls hefur hann notað 45 leikmenn í þessum sjö leikjum og þar af eru fjórtán nýliðar. Aðeins einu innihélt landsliðshópur Ólafs engan nýliða en það var fyrir leikinn gegn Slóvakíu ytra í mars.

Nýliðar Ólafs:

Arnór Smárason

Aron Einar Gunnarsson

Bjarni Þór Viðarsson

Eggert Gunnþór Jónsson

Eyjólfur Héðinsson

Guðmann Þórisson

Guðmundur Reynir Gunnarsson

Hallgrímur Jónasson

Heimir Einarsson

Hjörtur Logi Valgarðsson

Jónas Guðni Sævarsson

Pálmi Rafn Pálmason

Stefán Logi Magnússon

Sverrir Garðarsson*

Sverrir hafði áður verið valinn í landsliðið en fékk fyrst að spila undir stjórn Ólafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×