Sjaldheyrð verk á tónleikum 12. desember 2008 06:00 Kammersveit Reykjavíkur á æfingu. Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira