Erlent

Bjarndýr drap fimm á Indlandi

Óli Tynes skrifar

Bjarndýr réðst í gærkvöldi á hóp af fólki sem var á gangi um plantekru í austurhluta Indlands. Dýrið drap fimm úr hópnum og særði nokkra til viðbótar.

Lögregla leitaði björninn uppi og skaut hann til bana. Þúsundir bjarndýra af þrem tegundum eru á Indlangi.

Eins og er með önnur villt dýr er víða þrengt að þeim og þeir koma því nær mannabyggðum en áður. Indverjar gera talsvert af því að temja birni og láta þá dansa, og eru dýravinir lítt hrifnir af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×