Loddaralist Þorsteinn Pálsson skrifar 16. maí 2008 06:00 Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er bæði viðamikið og margslungið viðfangsefni. Brýnt er að menn glöggvi sig sem best á í hvaða farveg rétt er að fella umræðuna. Enn fremur þarf tímarammi hennar að vera sæmilega ljós. Miklu skiptir síðan að þær leikreglur sem gilda eiga um ákvörðunarferilinn liggi fyrir áður en endanleg efnisafstaða er tekin. Ofar öllu öðru þarf þó að vera ljóst að þetta mál verður aldrei til lykta leitt fremur en önnur stærstu mál þjóðarinnar án þess að Alþingi og ríkisstjórn hafi þar um forystu. Allar tilraunir til þess að koma málinu úr höndum Alþingis byggja annaðhvort á misskilningi um stjórnskipulegt hlutverk þess eða vilja til að drepa málinu á dreif. Viðskiptaráðherrann hefur gengið lengst allra í að afvegaleiða umræðuna með yfirlýsingum um að taka verði málið úr höndum stjórnmálaflokkanna. Það þýðir á mæltu máli að því eigi að ýta út fyrir veggi Alþingis. Þó að lífleg umræða í samfélaginu sé ekki aðeins mikilvæg heldur óhjákvæmileg er málið stjórnskipulega í lausu lofti ef hugmyndir af þessu tagi eiga að ráða ríkjum. Þær hljóta í þessu tilviki annaðhvort að byggja á bráðræði eða reynsluleysi með því að enginn efast um efnislega afstöðu ráðherrans. Formaður Framsóknarflokksins sýndi talsverð hyggindi í miðstjórn flokksins á dögunum þegar hann breytti neikvæðri afstöðu sinni í jákvæða hugsun án þess þó að taka af skarið um álit sitt. Hann sameinaði flokkinn með því að leggja til að umsóknarspurningin yrði lögð í dóm þjóðarinnar. Vera má að lítill flokkur í stjórnarandstöðu komist upp með að hlaupa þannig í kringum þessa spurningu eins og köttur um heitan graut. En þannig nálgun er þó ekki unnt að taka alvarlega í stærra samhengi. Í kjölfar þess að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á Akureyri í vikunni að flokkurinn ætlaði á haustdögum að taka Evrópumálin til opinnar og víðtækrar umræðu gerði varaformaður flokksins heyrinkunna þá afstöðu sína að leggja ætti umsóknarspurninguna í dóm kjósenda. Þó að í þessum yfirlýsingum felist engin efnisleg afstöðubreyting bera þær eigi að síður vott um nýtt og jákvætt viðhorf til umræðunnar. Annað verður ekki ráðið af hugmynd varaformanns Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu en hún byggi á forsendu Framsóknarflokksins um að vísa málinu efnislega út fyrir veggi Alþingis. Ekki verður séð að stærsti flokkur þjóðarinnar og forystuflokkur í ríkisstjórn geti staðið þannig að meðferð þess án þess að setja niður. Hugmynd varaformannsins um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu í byrjun næsta kjörtímabils er hins vegar mjög raunhæf og skynsamleg. Rétt er og eðlilegt að leggja í dóm kjósenda hvort sækja á um aðild eða ekki. Það hlýtur hins vegar að gerast með þeim hætti að ríkisstjórn leggi til við Alþingi að slíkar viðræður verði hafnar með þeim fyrirvara að hugsanlegt samþykki löggjafarsamkomunnar verði síðan háð því að þjóðin fallist á niðurstöðuna í almennri atkvæðagreiðslu. Loks ber svo að leggja samningsniðurstöðuna fyrir þjóðina eftir samþykki Alþingis. Þjóðarvilji án þingvilja er loddaralist. Á hinu verður þjóðin að hafa skilning að tíma getur tekið að móta þingviljann í svo örlagaríku máli.Verði ráð Alþingis að henda umsóknarspurningunni í þjóðina án þess að taka sjálft afstöðu væri rétt að kjósendur fengju samtímis að velja nýja þingmenn sem þeir vita þá hvar standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er bæði viðamikið og margslungið viðfangsefni. Brýnt er að menn glöggvi sig sem best á í hvaða farveg rétt er að fella umræðuna. Enn fremur þarf tímarammi hennar að vera sæmilega ljós. Miklu skiptir síðan að þær leikreglur sem gilda eiga um ákvörðunarferilinn liggi fyrir áður en endanleg efnisafstaða er tekin. Ofar öllu öðru þarf þó að vera ljóst að þetta mál verður aldrei til lykta leitt fremur en önnur stærstu mál þjóðarinnar án þess að Alþingi og ríkisstjórn hafi þar um forystu. Allar tilraunir til þess að koma málinu úr höndum Alþingis byggja annaðhvort á misskilningi um stjórnskipulegt hlutverk þess eða vilja til að drepa málinu á dreif. Viðskiptaráðherrann hefur gengið lengst allra í að afvegaleiða umræðuna með yfirlýsingum um að taka verði málið úr höndum stjórnmálaflokkanna. Það þýðir á mæltu máli að því eigi að ýta út fyrir veggi Alþingis. Þó að lífleg umræða í samfélaginu sé ekki aðeins mikilvæg heldur óhjákvæmileg er málið stjórnskipulega í lausu lofti ef hugmyndir af þessu tagi eiga að ráða ríkjum. Þær hljóta í þessu tilviki annaðhvort að byggja á bráðræði eða reynsluleysi með því að enginn efast um efnislega afstöðu ráðherrans. Formaður Framsóknarflokksins sýndi talsverð hyggindi í miðstjórn flokksins á dögunum þegar hann breytti neikvæðri afstöðu sinni í jákvæða hugsun án þess þó að taka af skarið um álit sitt. Hann sameinaði flokkinn með því að leggja til að umsóknarspurningin yrði lögð í dóm þjóðarinnar. Vera má að lítill flokkur í stjórnarandstöðu komist upp með að hlaupa þannig í kringum þessa spurningu eins og köttur um heitan graut. En þannig nálgun er þó ekki unnt að taka alvarlega í stærra samhengi. Í kjölfar þess að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á Akureyri í vikunni að flokkurinn ætlaði á haustdögum að taka Evrópumálin til opinnar og víðtækrar umræðu gerði varaformaður flokksins heyrinkunna þá afstöðu sína að leggja ætti umsóknarspurninguna í dóm kjósenda. Þó að í þessum yfirlýsingum felist engin efnisleg afstöðubreyting bera þær eigi að síður vott um nýtt og jákvætt viðhorf til umræðunnar. Annað verður ekki ráðið af hugmynd varaformanns Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu en hún byggi á forsendu Framsóknarflokksins um að vísa málinu efnislega út fyrir veggi Alþingis. Ekki verður séð að stærsti flokkur þjóðarinnar og forystuflokkur í ríkisstjórn geti staðið þannig að meðferð þess án þess að setja niður. Hugmynd varaformannsins um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu í byrjun næsta kjörtímabils er hins vegar mjög raunhæf og skynsamleg. Rétt er og eðlilegt að leggja í dóm kjósenda hvort sækja á um aðild eða ekki. Það hlýtur hins vegar að gerast með þeim hætti að ríkisstjórn leggi til við Alþingi að slíkar viðræður verði hafnar með þeim fyrirvara að hugsanlegt samþykki löggjafarsamkomunnar verði síðan háð því að þjóðin fallist á niðurstöðuna í almennri atkvæðagreiðslu. Loks ber svo að leggja samningsniðurstöðuna fyrir þjóðina eftir samþykki Alþingis. Þjóðarvilji án þingvilja er loddaralist. Á hinu verður þjóðin að hafa skilning að tíma getur tekið að móta þingviljann í svo örlagaríku máli.Verði ráð Alþingis að henda umsóknarspurningunni í þjóðina án þess að taka sjálft afstöðu væri rétt að kjósendur fengju samtímis að velja nýja þingmenn sem þeir vita þá hvar standa.