Skortir viljann? Þorsteinn Pálsson skrifar 16. desember 2008 05:30 Annað verður ekki ráðið en heilindi hafi ríkt í samstarfi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Margvíslegar yfirlýsingar ráðherra, þingmanna og stuðningsmanna beggja flokkanna að undanförnu eru hins vegar vísbending um veikleika í samstarfinu. Með hæfilegri einföldun má segja að rætur vandans séu tvenns konar: Fyrr á þessu ári fór stuðningur við stjórnarsamstarfið dvínandi í baklandi Samfylkingarinnar. Ef að líkum lætur hefur það valdið tortryggni í röðum sjálfstæðismanna með vaxandi efasemdum um að samstarfið myndi halda. Þá verða menn varir um sig í málamiðlunum. Að sama skapi má ráða að innan Samfylkingarinnar hafi mönnum þótt sem Sjálfstæðisflokkurinn væri seinn að bregðast við áleitnum spurningum um að endurreisa traust á yfirstjórn peningamálanna. Af því hlýst pólitískt óþol. Ólgan í þjóðfélaginu hefur svo alið á því. Misvísandi gengi í skoðanakönnunum hlýtur einnig að hafa áhrif í þá veru. Erfitt er að greina hvor rótin er orsök og hvor afleiðing. Í sjálfu sér skiptir það heldur ekki öllu máli. Veruleikinn er sá að þessi atriði endurvarpa mynd veikleika en ekki styrkleika. Það er sú mynd sem blasir við þeim sem á horfa. Komist gagnkvæm tortryggni í stjórnarsamstarfi á ákveðið stig geta slit þess verið besti kosturinn. Rétt er því að spyrja hvort svo hátti til við ríkjandi aðstæður. Gild rök hníga að því gagnstæða. Báðir flokkarnir eiga sterkt bakland í verkalýðshreyfingunni og atvinnulífinu. Samstarf þeirra er því líklegra en aðrir kostir til að ná breiðri samstöðu um þá stefnumörkun um endurreisn sem ekki má bíða. Tvö stór mál hafa einkum og sér í lagi skilið á milli stjórnarflokkanna frá upphafi. Annars vegar er það framtíðarstefnan í peningamálum og hins vegar nýting orkulinda til meiri verðmætasköpunar. Þegar til stjórnarsamstarfsins var stofnað benti flest til að stjórnin væri ekki í tímakreppu með þessi mál. Í byrjun þessa árs varð hins vegar deginum ljósara að svo var. Flest bendir til að stjórnarflokkarnir geti eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar mótað skýra stefnu í peningamálum og sett markmið um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Í orkunýtingarmálum eru misvísandi skilaboð enn ímynd stjórnarstefnunnar. Því þarf að breyta án undandráttar. Markaðserfiðleikar á því sviði gera það enn brýnna en áður. Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki opinberlega að minnsta kosti hafa sett fram kröfur um nýja stefnumörkun um orkunýtingu. Það er merkileg mildi í ljósi þess að flokkurinn er að endurskoða hagsmunamat sitt í peningamálum og Evrópumálum í átt að ríkjandi stefnu Samfylkingarinnar. Það sýnir á hinn bóginn að rými er fyrir frekari málamiðlanir. Stjórnarflokkarnir hafa þegar stigið fyrstu skrefin í endurreisn ríkisfjármálanna. Þeir eiga meiri möguleika en aðrir að ljúka ábyrgri stefnumörkun á því sviði. Niðurstaðan er þessi: Skorti gagnkvæman vilja til áframhaldandi samstarfs á það að koma fram strax. Sé viljinn hins vegar fyrir hendi þarf að sýna merki hans svo ekki verði um villst. Það er besti kosturinn. Pólitísk óvissa er ávísun á meiri upplausn í þjóðarbúskapnum. Hver vill bera þá ábyrgð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Annað verður ekki ráðið en heilindi hafi ríkt í samstarfi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Margvíslegar yfirlýsingar ráðherra, þingmanna og stuðningsmanna beggja flokkanna að undanförnu eru hins vegar vísbending um veikleika í samstarfinu. Með hæfilegri einföldun má segja að rætur vandans séu tvenns konar: Fyrr á þessu ári fór stuðningur við stjórnarsamstarfið dvínandi í baklandi Samfylkingarinnar. Ef að líkum lætur hefur það valdið tortryggni í röðum sjálfstæðismanna með vaxandi efasemdum um að samstarfið myndi halda. Þá verða menn varir um sig í málamiðlunum. Að sama skapi má ráða að innan Samfylkingarinnar hafi mönnum þótt sem Sjálfstæðisflokkurinn væri seinn að bregðast við áleitnum spurningum um að endurreisa traust á yfirstjórn peningamálanna. Af því hlýst pólitískt óþol. Ólgan í þjóðfélaginu hefur svo alið á því. Misvísandi gengi í skoðanakönnunum hlýtur einnig að hafa áhrif í þá veru. Erfitt er að greina hvor rótin er orsök og hvor afleiðing. Í sjálfu sér skiptir það heldur ekki öllu máli. Veruleikinn er sá að þessi atriði endurvarpa mynd veikleika en ekki styrkleika. Það er sú mynd sem blasir við þeim sem á horfa. Komist gagnkvæm tortryggni í stjórnarsamstarfi á ákveðið stig geta slit þess verið besti kosturinn. Rétt er því að spyrja hvort svo hátti til við ríkjandi aðstæður. Gild rök hníga að því gagnstæða. Báðir flokkarnir eiga sterkt bakland í verkalýðshreyfingunni og atvinnulífinu. Samstarf þeirra er því líklegra en aðrir kostir til að ná breiðri samstöðu um þá stefnumörkun um endurreisn sem ekki má bíða. Tvö stór mál hafa einkum og sér í lagi skilið á milli stjórnarflokkanna frá upphafi. Annars vegar er það framtíðarstefnan í peningamálum og hins vegar nýting orkulinda til meiri verðmætasköpunar. Þegar til stjórnarsamstarfsins var stofnað benti flest til að stjórnin væri ekki í tímakreppu með þessi mál. Í byrjun þessa árs varð hins vegar deginum ljósara að svo var. Flest bendir til að stjórnarflokkarnir geti eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar mótað skýra stefnu í peningamálum og sett markmið um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Í orkunýtingarmálum eru misvísandi skilaboð enn ímynd stjórnarstefnunnar. Því þarf að breyta án undandráttar. Markaðserfiðleikar á því sviði gera það enn brýnna en áður. Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki opinberlega að minnsta kosti hafa sett fram kröfur um nýja stefnumörkun um orkunýtingu. Það er merkileg mildi í ljósi þess að flokkurinn er að endurskoða hagsmunamat sitt í peningamálum og Evrópumálum í átt að ríkjandi stefnu Samfylkingarinnar. Það sýnir á hinn bóginn að rými er fyrir frekari málamiðlanir. Stjórnarflokkarnir hafa þegar stigið fyrstu skrefin í endurreisn ríkisfjármálanna. Þeir eiga meiri möguleika en aðrir að ljúka ábyrgri stefnumörkun á því sviði. Niðurstaðan er þessi: Skorti gagnkvæman vilja til áframhaldandi samstarfs á það að koma fram strax. Sé viljinn hins vegar fyrir hendi þarf að sýna merki hans svo ekki verði um villst. Það er besti kosturinn. Pólitísk óvissa er ávísun á meiri upplausn í þjóðarbúskapnum. Hver vill bera þá ábyrgð?