Krafin svars Davíð Þór Jónsson skrifar 30. maí 2008 06:00 Í vetur spjallaði ég við leikskólakennara sem tjáði mér að hún ætti stundum í stökustu vandræðum með að svara spurningum barnanna þegar eilífðarmálin bæri á góma. Henni fannst hún ekki hafa neinn rétt til að segja börnunum frá afstöðu sinni í þeim efnum, í því fælist trúarleg innræting sem hún mætti alls ekki gerast sek um. Sjálf missti hún móður sína þegar hún var barn. Þegar börnin spyrja hana hvar móðir hennar sé nú finnst henni hún ekki geta svarað þeim samkvæmt sannfæringu sinni að hún sé engill á himnum og bíði hennar þar. Þegar við erum spurð svörum við, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Það er svarað með þögninni og því að fara undan í flæmingi. Það eru kannski verstu svörin sem börnin geta fengið. Í því felast þau skilaboð að spurningin hafi verið óviðurkvæmileg, börnin hafi gert eitthvað af sér án þess að þau hafi neinar forsendur til að vita hvað. Er betra að innræta þeim það? Börn búa nefnilega yfir þrákelkni í ríkum mæli. Þau finna svör við spurningunum sem leita á þau. Ef þau fá ekki svörin hjá foreldrum sínum eða kennurum leita þau þeirra annars staðar, hjá jafnöldrum eða fólki sem hikar ekki við að deila skoðunum sínum með hverjum sem er. Oft vegna þess að í huga þess eru skoðanir þess ekki skoðanir heldur staðreyndir. Ég held að börn hafi gott af því að vita að það eru ekki allir á einu máli um þetta, að þau sjái að þótt pabba og mömmu finnist eitt, kennaranum annað og foreldrum félaganna jafnvel enn annað, þá komi öllu þessu fólki vel saman og sýni hvað öðru virðingu. Börn eru einlæg og heiðarleg. Þau eiga heimtingu á að vera svarað jafnheiðarlega og af sömu einlægni, óháð því hverjar hugmyndir okkar um framhaldslíf eða skort á því eru. Hvort sem við trúum því að látnir ástvinir okkar bíði okkar í einhvers konar handantilveru, þeir séu endurfæddir í nýjum líkama eða jafndauðir og síld í tunnu og horfnir að eilífu, þá ættum við að vera óhrædd að ræða þá trú okkar, við börn vitaskuld af þeirri nærgætni sem sýna ber þeim. Hins vegar er líka nauðsynlegt að bæta við: „En þetta er bara það sem ég trúi. Um þetta verður ekkert vitað með vissu. Þú verður sjálf(ur) að ákveða hverju þú vilt trúa - og hvers vegna." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Í vetur spjallaði ég við leikskólakennara sem tjáði mér að hún ætti stundum í stökustu vandræðum með að svara spurningum barnanna þegar eilífðarmálin bæri á góma. Henni fannst hún ekki hafa neinn rétt til að segja börnunum frá afstöðu sinni í þeim efnum, í því fælist trúarleg innræting sem hún mætti alls ekki gerast sek um. Sjálf missti hún móður sína þegar hún var barn. Þegar börnin spyrja hana hvar móðir hennar sé nú finnst henni hún ekki geta svarað þeim samkvæmt sannfæringu sinni að hún sé engill á himnum og bíði hennar þar. Þegar við erum spurð svörum við, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Það er svarað með þögninni og því að fara undan í flæmingi. Það eru kannski verstu svörin sem börnin geta fengið. Í því felast þau skilaboð að spurningin hafi verið óviðurkvæmileg, börnin hafi gert eitthvað af sér án þess að þau hafi neinar forsendur til að vita hvað. Er betra að innræta þeim það? Börn búa nefnilega yfir þrákelkni í ríkum mæli. Þau finna svör við spurningunum sem leita á þau. Ef þau fá ekki svörin hjá foreldrum sínum eða kennurum leita þau þeirra annars staðar, hjá jafnöldrum eða fólki sem hikar ekki við að deila skoðunum sínum með hverjum sem er. Oft vegna þess að í huga þess eru skoðanir þess ekki skoðanir heldur staðreyndir. Ég held að börn hafi gott af því að vita að það eru ekki allir á einu máli um þetta, að þau sjái að þótt pabba og mömmu finnist eitt, kennaranum annað og foreldrum félaganna jafnvel enn annað, þá komi öllu þessu fólki vel saman og sýni hvað öðru virðingu. Börn eru einlæg og heiðarleg. Þau eiga heimtingu á að vera svarað jafnheiðarlega og af sömu einlægni, óháð því hverjar hugmyndir okkar um framhaldslíf eða skort á því eru. Hvort sem við trúum því að látnir ástvinir okkar bíði okkar í einhvers konar handantilveru, þeir séu endurfæddir í nýjum líkama eða jafndauðir og síld í tunnu og horfnir að eilífu, þá ættum við að vera óhrædd að ræða þá trú okkar, við börn vitaskuld af þeirri nærgætni sem sýna ber þeim. Hins vegar er líka nauðsynlegt að bæta við: „En þetta er bara það sem ég trúi. Um þetta verður ekkert vitað með vissu. Þú verður sjálf(ur) að ákveða hverju þú vilt trúa - og hvers vegna."