Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur SB skrifar 4. júlí 2008 16:24 Sif Konráðsdóttir. Starfar nú sem lögfræðingur í Belgíu. Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira