Spjöld sögunnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2008 07:00 Á mánudag kom sonur minn átta ára heim með hrúgu af myndaspjöldum með andlitum sem ég kannaðist við úr sjónvarpinu. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Hagfræðingaspjöld," svaraði hann. Við skiptumst á þeim í skólanum." „Svona eins og körfuboltaspjöldum?" „Það var í gamla daga. Nú eru hagfræðingar málið. Sjáðu, ég á einn Vilhjálm Bjarnason, Lilju Mósesdóttur og Ágúst Valfells. Ef ég eignast Ólaf Ísleifsson eða Yngva Örn Kristinsson get ég skipt þeim öllum fyrir Gylfa Magnússon eða Jón Daníelsson." „Jahá. Og hver er vinsælastur?" spurði ég. „Ja, ég held eiginlega mest upp á hann." „Af hverju?" „Mér bara finnst það sannfærandi röksemdarfærsla að ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neyðir Ísland til samninga um IceSave-reikningana á forsendum Breta og Hollendinga, sé það í raun ávísun á þjóðargjaldþrot Íslendinga." Hann hafði nokkuð til síns máls. „Og halda flestir upp á Jón Daníelsson eins og þú?," hélt ég áfram. „Nei, flestir í mínum bekk halda upp á annaðhvort Þorvald Gylfason eða Gylfa Zoëga en margir í 3M halda með Lilju Mósesdóttur. Og ég veit um einn strák í 3E sem er að safna hári eins og Þórólfur Matthíasson." „Edda Rós Karlsdóttir, færðu mikið fyrir hana?" „Nei, þú færð voða lítið fyrir hagfræðinga í greiningardeild. Ef þú ætlar að fá eitthvað fyrir Eddu Rós verðurðu líka að eiga Ingólf Bender eða Ásgeir Jónsson, því fyrir þrjá greiningardeildarhagfræðinga fær maður einn háskólahagfræðing." „En ég hefði haldið að hagfræðingar sem hafa tekið þátt í atvinnurekstri væru verðmætari en hinir, sagði ég. „Ekki eftir hrunið," svaraði sá litli. „Sjáðu bara Tryggva Þór Herbertsson." Strákurinn hélt áfram að fræða mig um skiptimarkaðinn: „Sko, fyrir tvo prófessora við íslenskan háskóla - eða fjóra lektora - er hægt að fá einn íslenskan hagfræðing við útlenskan háskóla. Ég á til dæmis einn Jón Steinsson og í gær fékk vinur minn Gauta B. Eggertsson." „Og eru bara hagfræðingar í spilinu?" spurði ég. „Nja, Guðmundur Jónsson, prófessor í hagsögu, er gjaldgengur í flestum hópum og sumir fást til að taka við Hannesi Hólmsteini og Stefáni Ólafssyni, þótt þeir tilheyri faktískt félagsvísindadeild." Hann skellti bara upp úr þegar ég spurði út í Eirík Bergmann. „En hvað um þennan," spurði ég og tók upp eitt spjaldið. „Hann hlýtur að vera dálítið dýrmætur, hann er jú bæði hagfræðingur og forsætisráðherra. „Nei," svaraði sá stutti íbygginn. „Geir er verðlaus." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun
Á mánudag kom sonur minn átta ára heim með hrúgu af myndaspjöldum með andlitum sem ég kannaðist við úr sjónvarpinu. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Hagfræðingaspjöld," svaraði hann. Við skiptumst á þeim í skólanum." „Svona eins og körfuboltaspjöldum?" „Það var í gamla daga. Nú eru hagfræðingar málið. Sjáðu, ég á einn Vilhjálm Bjarnason, Lilju Mósesdóttur og Ágúst Valfells. Ef ég eignast Ólaf Ísleifsson eða Yngva Örn Kristinsson get ég skipt þeim öllum fyrir Gylfa Magnússon eða Jón Daníelsson." „Jahá. Og hver er vinsælastur?" spurði ég. „Ja, ég held eiginlega mest upp á hann." „Af hverju?" „Mér bara finnst það sannfærandi röksemdarfærsla að ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neyðir Ísland til samninga um IceSave-reikningana á forsendum Breta og Hollendinga, sé það í raun ávísun á þjóðargjaldþrot Íslendinga." Hann hafði nokkuð til síns máls. „Og halda flestir upp á Jón Daníelsson eins og þú?," hélt ég áfram. „Nei, flestir í mínum bekk halda upp á annaðhvort Þorvald Gylfason eða Gylfa Zoëga en margir í 3M halda með Lilju Mósesdóttur. Og ég veit um einn strák í 3E sem er að safna hári eins og Þórólfur Matthíasson." „Edda Rós Karlsdóttir, færðu mikið fyrir hana?" „Nei, þú færð voða lítið fyrir hagfræðinga í greiningardeild. Ef þú ætlar að fá eitthvað fyrir Eddu Rós verðurðu líka að eiga Ingólf Bender eða Ásgeir Jónsson, því fyrir þrjá greiningardeildarhagfræðinga fær maður einn háskólahagfræðing." „En ég hefði haldið að hagfræðingar sem hafa tekið þátt í atvinnurekstri væru verðmætari en hinir, sagði ég. „Ekki eftir hrunið," svaraði sá litli. „Sjáðu bara Tryggva Þór Herbertsson." Strákurinn hélt áfram að fræða mig um skiptimarkaðinn: „Sko, fyrir tvo prófessora við íslenskan háskóla - eða fjóra lektora - er hægt að fá einn íslenskan hagfræðing við útlenskan háskóla. Ég á til dæmis einn Jón Steinsson og í gær fékk vinur minn Gauta B. Eggertsson." „Og eru bara hagfræðingar í spilinu?" spurði ég. „Nja, Guðmundur Jónsson, prófessor í hagsögu, er gjaldgengur í flestum hópum og sumir fást til að taka við Hannesi Hólmsteini og Stefáni Ólafssyni, þótt þeir tilheyri faktískt félagsvísindadeild." Hann skellti bara upp úr þegar ég spurði út í Eirík Bergmann. „En hvað um þennan," spurði ég og tók upp eitt spjaldið. „Hann hlýtur að vera dálítið dýrmætur, hann er jú bæði hagfræðingur og forsætisráðherra. „Nei," svaraði sá stutti íbygginn. „Geir er verðlaus."
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun