Friðelskendur á Iceasave-túr 16. desember 2008 06:00 Icesave-túrinn hefur gengið ljómandi vel og hefur hljómsveitin ekki orðið fyrir aðkasti.fréttablaðið/völundur Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna. „Listunnendur eru oftast vinstrisinnað og friðelskandi fólk sem lætur okkur alveg í friði, sérstaklega í Danmörku. Þeir gerðu alveg hrikalega vel við okkur og maturinn var góður. Tómatarnir og allt jukkið hefur farið í að fæða okkur," segir Mugison, spurður hvort einhverjum tómötum hafi verið fleygt í þá. „Það hefur alls staðar verið góður mórall. Fólk hefur talað við okkur um þetta ástand en þetta eru greinilega Íslandsvinir. Þeim finnst þetta ekta Ísland eitthvað, að taka allt með trompi og þetta líka." Á túrnum hefur Mugison spilað í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann segir að stemningin í Danmörku hafi komið skemmtilega á óvart. „Yfirleitt er rúmlega helmingur Íslendingar á tónleikunum í Icesave-löndunum en þeir voru eitthvað færri í Köben og á nokkrum öðrum stöðum og meira af „lókal" fólki. Í Danmörku voru allir snargeðveikir og kunnu lögin en síðan vorum við að spila á listahátíð í Haag og þar vantaði gredduna í liðið." Síðustu tónleikarnir í Icesave-túrnum verða í Sviss í kvöld. Eftir það heldur Mugison heim á leið og hvílir sig yfir jólin enda hefur hann spilað afar stíft á þessu ári. Mun hann einnig nota tækifærið og halda áfram vinnu við sína næstu plötu. - fb Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna. „Listunnendur eru oftast vinstrisinnað og friðelskandi fólk sem lætur okkur alveg í friði, sérstaklega í Danmörku. Þeir gerðu alveg hrikalega vel við okkur og maturinn var góður. Tómatarnir og allt jukkið hefur farið í að fæða okkur," segir Mugison, spurður hvort einhverjum tómötum hafi verið fleygt í þá. „Það hefur alls staðar verið góður mórall. Fólk hefur talað við okkur um þetta ástand en þetta eru greinilega Íslandsvinir. Þeim finnst þetta ekta Ísland eitthvað, að taka allt með trompi og þetta líka." Á túrnum hefur Mugison spilað í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann segir að stemningin í Danmörku hafi komið skemmtilega á óvart. „Yfirleitt er rúmlega helmingur Íslendingar á tónleikunum í Icesave-löndunum en þeir voru eitthvað færri í Köben og á nokkrum öðrum stöðum og meira af „lókal" fólki. Í Danmörku voru allir snargeðveikir og kunnu lögin en síðan vorum við að spila á listahátíð í Haag og þar vantaði gredduna í liðið." Síðustu tónleikarnir í Icesave-túrnum verða í Sviss í kvöld. Eftir það heldur Mugison heim á leið og hvílir sig yfir jólin enda hefur hann spilað afar stíft á þessu ári. Mun hann einnig nota tækifærið og halda áfram vinnu við sína næstu plötu. - fb
Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira