Um hollan og óhollan félagsskap Þráinn Bertelsson skrifar 2. júní 2008 06:00 Í Bandaríkjunum er sagt að ekkert vandamál sé svo stórt að stjórnmálamenn í Washington geti ekki fundið leið til að slá því á frest. Þar vestra er líka sagt að maður geti séð hvenær stjórnmálamaður sé að segja ósatt, því að þá hreyfi hann/hún varirnar. Ekki er gott að segja hvort þessar staðhæfingar séu réttar, en þó hallast maður að því að einhver fótur sé fyrir þeim eftir heimsókn ungfrúr Condoleezzu Rice hingað til Íslands fyrir helgina. Frökenin var hin hortugasta og hæddist að Alþingi Íslendinga fyrir að álykta gegn pyntingum og mannréttindabrotum sem Bandaríkjamenn fremja á föngum sínum í Guantanamo-fangabúðunum. Condoleezza hreyfði málaðar varirnar og sagði án þess að blikna að í Gunantanamo væru alls engin mannréttindi brotin - nú um stundir. Það var vel og kurteislega tekið á móti frökeninni, enda hefur það löngum verið til siðs hjá íslenskum stjórnvöldum að setja ekki siðferði gesta sinna fyrir sig. Meira að segja man ég vel eftir því að Nicolae Ceaucescu einræðisherra í Rúmeníu var fagnað hér sem miklum höfðingja og stjórnmálaforingja, þótt allir vissu að hann væri hinn versti raftur, margfaldur morðingi og einstaklega lunkinn við símahleranir. Það er ekki eins og ég sjái eftir matnum sem var borinn fyrir Condoleezzu. Þetta er voldug manneskja frá voldugu landi. Hún hefur reynst Bush forseta það haldreipi í lífinu sem manni hefur sýnst að Hannes okkar Hólmsteinn hefði langað til að reynast Davíð Oddssyni. Úr því að manneskjan fann sig knúna til að koma hingað úr blóðmekkinum í Íraksstríðinu sem við erum ábekingar að var ekki nema rétt og skylt að taka vel á móti henni og sýna henni bæði Höfða og borgarstjórann. Hins vegar finnst mér að við ættum að vanda val gesta okkar eftir bestu getu. Við eigum að bjóða hingað góðum og sannleikselskandi persónum sem hafa holl og góð áhrif á umhverfi sitt. Þetta segi ég af umhyggju fyrir okkar eigin hjartahreinu stjórnmálamönnum, því að það er óhollur félagsskapur að lenda með fólki sem skrökvar þegar það hreyfir varirnar og kann að slá öllum vandamálum á frest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun
Í Bandaríkjunum er sagt að ekkert vandamál sé svo stórt að stjórnmálamenn í Washington geti ekki fundið leið til að slá því á frest. Þar vestra er líka sagt að maður geti séð hvenær stjórnmálamaður sé að segja ósatt, því að þá hreyfi hann/hún varirnar. Ekki er gott að segja hvort þessar staðhæfingar séu réttar, en þó hallast maður að því að einhver fótur sé fyrir þeim eftir heimsókn ungfrúr Condoleezzu Rice hingað til Íslands fyrir helgina. Frökenin var hin hortugasta og hæddist að Alþingi Íslendinga fyrir að álykta gegn pyntingum og mannréttindabrotum sem Bandaríkjamenn fremja á föngum sínum í Guantanamo-fangabúðunum. Condoleezza hreyfði málaðar varirnar og sagði án þess að blikna að í Gunantanamo væru alls engin mannréttindi brotin - nú um stundir. Það var vel og kurteislega tekið á móti frökeninni, enda hefur það löngum verið til siðs hjá íslenskum stjórnvöldum að setja ekki siðferði gesta sinna fyrir sig. Meira að segja man ég vel eftir því að Nicolae Ceaucescu einræðisherra í Rúmeníu var fagnað hér sem miklum höfðingja og stjórnmálaforingja, þótt allir vissu að hann væri hinn versti raftur, margfaldur morðingi og einstaklega lunkinn við símahleranir. Það er ekki eins og ég sjái eftir matnum sem var borinn fyrir Condoleezzu. Þetta er voldug manneskja frá voldugu landi. Hún hefur reynst Bush forseta það haldreipi í lífinu sem manni hefur sýnst að Hannes okkar Hólmsteinn hefði langað til að reynast Davíð Oddssyni. Úr því að manneskjan fann sig knúna til að koma hingað úr blóðmekkinum í Íraksstríðinu sem við erum ábekingar að var ekki nema rétt og skylt að taka vel á móti henni og sýna henni bæði Höfða og borgarstjórann. Hins vegar finnst mér að við ættum að vanda val gesta okkar eftir bestu getu. Við eigum að bjóða hingað góðum og sannleikselskandi persónum sem hafa holl og góð áhrif á umhverfi sitt. Þetta segi ég af umhyggju fyrir okkar eigin hjartahreinu stjórnmálamönnum, því að það er óhollur félagsskapur að lenda með fólki sem skrökvar þegar það hreyfir varirnar og kann að slá öllum vandamálum á frest.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun