Þegar færi gefst Þorvaldur Gylfason skrifar 17. júlí 2008 00:01 Uppsveiflur í efnahagslífinu geta verið skaðlegar að því leyti, að þær hneigjast til að byrgja mörgum sýn á brýnar umbætur til langs tíma. Þetta er skiljanlegt. Hví skyldu menn, þegar allt leikur í lyndi, leggja á sig erfiða og stundum vanþakkláta baráttu fyrir efnahags- og skipulagsumbótum, sem engum sýnilegum árangri kunna að skila fyrr en að löngum tíma liðnum? Freistingin til að halda að sér höndum getur þá orðið æði sterk. Niðursveiflur eru einnig hættulegar af svipuðum sökum. Grunnar lægðir geta að vísu örvað umbótaviljann, en djúpum lægðum hættir til að beina athygli stjórnvalda frá brýnum langtímaumbótum að bráðabirgðalausnum. Margföld reynsla víðs vegar að ber þessu vitni. Árin 1987-96 hafði hagkerfið hér heima hjakkað í sama hjólfari eða því sem næst í áratug, og við þær aðstæður virtist vera að skapast víðtækari og skarpari skilningur en áður á nauðsyn gagngerra umbóta. Þetta má ráða af vel heppnaðri atlögu að langvinnri verðbólgu að frumkvæði verklýðsleiðtoga og vinnuveitenda, fyrstu skrefunum í átt til einkavæðingar ríkisfyrirtækja og innreið Íslands á Evrópska efnahagssvæðið gegn harðri andstöðu mikils fjölda fólks, sem skoraði án árangurs á forseta Íslands að synja samþykkt Alþingis á EES-samningnum. Allir vegir færir eða hvað?Uppsveiflan eftir 1996 breytti landslaginu. Aðildin að EES leysti úr læðingi áður bælda krafta og hleypti nýjum kjarki og þrótti í atvinnurekstur Íslendinga heima og erlendis, einnig bankarekstur. Skyndilega virtust allar leiðir færar. Lánsfé flæddi inn í landið. Áhuginn á langdrægum umbótum dvínaði. Aðhaldið í hagstjórninni minnkaði, svo að verðbólgan mælist nú aftur í tveggjastafatölu, gengið fellur, og skuldir fólks og fyrirtækja fylgja verðbólgunni, en vinnulaunin ekki.Áhugi stjórnvalda á að nota einkavæðingu ríkisfyrirtækja og banka til að skjóta styrkum stoðum undir atvinnulífið fram í tímann, svo sem lagt var upp með, vék í sumum vel þekktum tilvikum fyrir ábyrgðarlausri sölu til einkavina á útsöluverði. Áhuginn á nánara samstarfi við ESB fjaraði út: margir menn, sem undir öðrum kringumstæðum hefðu trúlega komizt að þeirri niðurstöðu, að kostir aðildar vegi þyngra en gallarnir, börðu sér á brjóst og þóttust ekki þurfa á aðild að halda. Einn þeirra líkti evrunni við gjaldmiðla Norður-Kóreu og Kúbu. Hann er nú seðlabankastjóri. Kannski treystu þeir sér ekki til að berjast fyrir inngöngu í ESB, kannski nenntu þeir því ekki eða héldu, að þeir myndu sleppa fyrir horn. Nú skila þeir sér einn af öðrum með skottið milli lappanna. Miðtaflið er mikilvægtNú ríður á að klúðra ekki miðtaflinu. Í fyrsta lagi sýnast engar forsendur til að taka upp evruna án aðildar að ESB. Hugmyndin um evru án ESB-aðildar er óraunhæf, enda hefur slík skipan hvergi komið til álita í þeim löndum, sem Íslendingar bera sig saman við. Ætlum við nú allt í einu að sækja hagstjórnarhugmyndir til San Marínós og Svartfjallalands? Í annan stað er ekkert vit í að fleygja frá sér kostunum, sem fylgja ESB-aðild til langframa: meira aðhaldi, meiri samkeppni, lægra vöruverði, lægri vöxtum. Hugmyndin um evru án ESB-aðildar hljómar eins og örþrifaráð manna með tapað tafl: þeir stinga upp á óraunhæfum úrræðum til að halda áfram að tefja, trufla og spilla málinu. Sjálfstæðismenn hafa áður leikið þennan leik: þeir reyndu á sínum tíma að spilla fyrir aðildinni að EES með fráleitu tali um tvíhliða viðskiptasamninga. Í þriðja lagi er ekki ráðlegt að taka evruna upp of snemma. Upptaka evrunnar getur ekki skilað tilætluðum árangri nema gengi krónunnar sé rétt skráð í byrjun. Þjóðarbúið og gengið þurfa tíma til að ná jafnvægi eftir atgang síðustu ára. Nú þarf skýr skilaboðRíkisstjórnin þarf að lýsa því yfir, að hún hyggist leggja drög að umsókn Íslands um aðild að ESB og taka upp evruna, þegar færi gefst. Slík yfirlýsing myndi efla traust Íslands út á við og róa fjármálamarkaði. Fálmkenndar fyrirspurnir stjórnvalda erlendis um upptöku evrunnar nú eða síðar án ESB-aðildar gætu haft þveröfug áhrif, þar eð þær myndu vísast vera taldar vitna um dugleysi, hik og hálfkák. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppsveiflur í efnahagslífinu geta verið skaðlegar að því leyti, að þær hneigjast til að byrgja mörgum sýn á brýnar umbætur til langs tíma. Þetta er skiljanlegt. Hví skyldu menn, þegar allt leikur í lyndi, leggja á sig erfiða og stundum vanþakkláta baráttu fyrir efnahags- og skipulagsumbótum, sem engum sýnilegum árangri kunna að skila fyrr en að löngum tíma liðnum? Freistingin til að halda að sér höndum getur þá orðið æði sterk. Niðursveiflur eru einnig hættulegar af svipuðum sökum. Grunnar lægðir geta að vísu örvað umbótaviljann, en djúpum lægðum hættir til að beina athygli stjórnvalda frá brýnum langtímaumbótum að bráðabirgðalausnum. Margföld reynsla víðs vegar að ber þessu vitni. Árin 1987-96 hafði hagkerfið hér heima hjakkað í sama hjólfari eða því sem næst í áratug, og við þær aðstæður virtist vera að skapast víðtækari og skarpari skilningur en áður á nauðsyn gagngerra umbóta. Þetta má ráða af vel heppnaðri atlögu að langvinnri verðbólgu að frumkvæði verklýðsleiðtoga og vinnuveitenda, fyrstu skrefunum í átt til einkavæðingar ríkisfyrirtækja og innreið Íslands á Evrópska efnahagssvæðið gegn harðri andstöðu mikils fjölda fólks, sem skoraði án árangurs á forseta Íslands að synja samþykkt Alþingis á EES-samningnum. Allir vegir færir eða hvað?Uppsveiflan eftir 1996 breytti landslaginu. Aðildin að EES leysti úr læðingi áður bælda krafta og hleypti nýjum kjarki og þrótti í atvinnurekstur Íslendinga heima og erlendis, einnig bankarekstur. Skyndilega virtust allar leiðir færar. Lánsfé flæddi inn í landið. Áhuginn á langdrægum umbótum dvínaði. Aðhaldið í hagstjórninni minnkaði, svo að verðbólgan mælist nú aftur í tveggjastafatölu, gengið fellur, og skuldir fólks og fyrirtækja fylgja verðbólgunni, en vinnulaunin ekki.Áhugi stjórnvalda á að nota einkavæðingu ríkisfyrirtækja og banka til að skjóta styrkum stoðum undir atvinnulífið fram í tímann, svo sem lagt var upp með, vék í sumum vel þekktum tilvikum fyrir ábyrgðarlausri sölu til einkavina á útsöluverði. Áhuginn á nánara samstarfi við ESB fjaraði út: margir menn, sem undir öðrum kringumstæðum hefðu trúlega komizt að þeirri niðurstöðu, að kostir aðildar vegi þyngra en gallarnir, börðu sér á brjóst og þóttust ekki þurfa á aðild að halda. Einn þeirra líkti evrunni við gjaldmiðla Norður-Kóreu og Kúbu. Hann er nú seðlabankastjóri. Kannski treystu þeir sér ekki til að berjast fyrir inngöngu í ESB, kannski nenntu þeir því ekki eða héldu, að þeir myndu sleppa fyrir horn. Nú skila þeir sér einn af öðrum með skottið milli lappanna. Miðtaflið er mikilvægtNú ríður á að klúðra ekki miðtaflinu. Í fyrsta lagi sýnast engar forsendur til að taka upp evruna án aðildar að ESB. Hugmyndin um evru án ESB-aðildar er óraunhæf, enda hefur slík skipan hvergi komið til álita í þeim löndum, sem Íslendingar bera sig saman við. Ætlum við nú allt í einu að sækja hagstjórnarhugmyndir til San Marínós og Svartfjallalands? Í annan stað er ekkert vit í að fleygja frá sér kostunum, sem fylgja ESB-aðild til langframa: meira aðhaldi, meiri samkeppni, lægra vöruverði, lægri vöxtum. Hugmyndin um evru án ESB-aðildar hljómar eins og örþrifaráð manna með tapað tafl: þeir stinga upp á óraunhæfum úrræðum til að halda áfram að tefja, trufla og spilla málinu. Sjálfstæðismenn hafa áður leikið þennan leik: þeir reyndu á sínum tíma að spilla fyrir aðildinni að EES með fráleitu tali um tvíhliða viðskiptasamninga. Í þriðja lagi er ekki ráðlegt að taka evruna upp of snemma. Upptaka evrunnar getur ekki skilað tilætluðum árangri nema gengi krónunnar sé rétt skráð í byrjun. Þjóðarbúið og gengið þurfa tíma til að ná jafnvægi eftir atgang síðustu ára. Nú þarf skýr skilaboðRíkisstjórnin þarf að lýsa því yfir, að hún hyggist leggja drög að umsókn Íslands um aðild að ESB og taka upp evruna, þegar færi gefst. Slík yfirlýsing myndi efla traust Íslands út á við og róa fjármálamarkaði. Fálmkenndar fyrirspurnir stjórnvalda erlendis um upptöku evrunnar nú eða síðar án ESB-aðildar gætu haft þveröfug áhrif, þar eð þær myndu vísast vera taldar vitna um dugleysi, hik og hálfkák.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun