Fréttamat á óvissutímum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. október 2008 07:00 Fjölmiðlar eru oft gagnrýndir fyrir að flytja fremur ótíðindi en fréttir af öllu því góða sem gerist í samfélaginu. Þetta er að mörgu leyti rétt því yfirleitt telst það fréttnæmara sem út af ber en hitt sem gengur sinn vanagang, jafnvel þótt eftirtektarvert sé og til eftirbreytni. Í októbermánuði hafa fréttir af fjármálakreppunni verið fyrir-ferðarmiklar í íslenskum fjölmiðlum. Fjármálakreppan snertir enda líf okkar allra, ekki bara þessar vikur og mánuði heldur, ef að líkum lætur, um alllanga framtíð. Þá er ekki bara átt við framtíð okkar sem nú erum á dögum heldur barna okkar og barnabarna líka. Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti framandi um þessar mundir. Margar spurningar brenna á fólki og það leitar eftir svörum í fjölmiðlunum, sömuleiðis útskýringum á flóknum og oft á tíðum illskiljanlegum málum. Það sjónarmið hefur heyrst að fjölmiðlar auki á vanlíðan fólks á erfiðum tímum með stanslausum fréttaflutningi af fjármálakreppunni. Ábyrgð fjölmiðla gagnvart almenningi hlýtur þó að felast í að flytja vandaðar og vel unnar fréttir, góðar og vondar, upplýsandi og skýrandi og einnig skemmtilegar. Á erfiðum tímum eins og nú er enn mikilvægara en ella að ástunda ábyrga fréttastefnu. Vond frétt byggð á veikum grunni er betur ósögð því ef röng reynist getur hún í versta falli valdið miklum skaða. Einnig er mikilvægt að sýna yfirvegun í fréttaflutningi. Ástandið í samfélaginu er nógu slæmt þótt fjölmiðlar dragi ekki upp ýkta mynd og tilfinningaþrungna. Helsti vandi fjölmiðla undanfarnar vikur hefur legið í því að erfiðleikum hefur verið bundið að fá upplýsingar frá ráðamönnum, þær hafa verið misvísandi og iðulega ekki staðist. Við þetta fá fjölmiðlar ekki ráðið. Hins vegar er það skylda þeirra að draga það fram þegar yfirlýsingar ráðamanna standast ekki. Með því eru þeir að sinna hlutverki sínu. Ábyrgð fjölmiðla á erfiðum tímum liggur ekki í því að vilja hafa vit fyrir fólki í fréttamati sínu. Ábyrgð fjölmiðla liggur í því að miðla traustum, upplýsandi fréttum þar sem leitast er við að skýra út stöðu mála og veita upplýsingar. Það er besta leið fjölmiðla til að draga úr óvissu og vanlíðan almennings á erfiðum tímum. Hlutverk fjölmiðla getur ekki verið að fegra þann veruleika sem við lifum í. Með slíku fréttamati væru þeir að bregðast trúnaði. Hins vegar hefur margt jákvætt og gleðilegt sprottið upp úr þeim sérkennilegu tímum sem nú standa. Fréttir af slíkum hlutum hafa ekki heldur orðið út undan heldur hafa fjölmiðlarnir verið nokkuð duglegir að miðla þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Fjölmiðlar eru oft gagnrýndir fyrir að flytja fremur ótíðindi en fréttir af öllu því góða sem gerist í samfélaginu. Þetta er að mörgu leyti rétt því yfirleitt telst það fréttnæmara sem út af ber en hitt sem gengur sinn vanagang, jafnvel þótt eftirtektarvert sé og til eftirbreytni. Í októbermánuði hafa fréttir af fjármálakreppunni verið fyrir-ferðarmiklar í íslenskum fjölmiðlum. Fjármálakreppan snertir enda líf okkar allra, ekki bara þessar vikur og mánuði heldur, ef að líkum lætur, um alllanga framtíð. Þá er ekki bara átt við framtíð okkar sem nú erum á dögum heldur barna okkar og barnabarna líka. Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti framandi um þessar mundir. Margar spurningar brenna á fólki og það leitar eftir svörum í fjölmiðlunum, sömuleiðis útskýringum á flóknum og oft á tíðum illskiljanlegum málum. Það sjónarmið hefur heyrst að fjölmiðlar auki á vanlíðan fólks á erfiðum tímum með stanslausum fréttaflutningi af fjármálakreppunni. Ábyrgð fjölmiðla gagnvart almenningi hlýtur þó að felast í að flytja vandaðar og vel unnar fréttir, góðar og vondar, upplýsandi og skýrandi og einnig skemmtilegar. Á erfiðum tímum eins og nú er enn mikilvægara en ella að ástunda ábyrga fréttastefnu. Vond frétt byggð á veikum grunni er betur ósögð því ef röng reynist getur hún í versta falli valdið miklum skaða. Einnig er mikilvægt að sýna yfirvegun í fréttaflutningi. Ástandið í samfélaginu er nógu slæmt þótt fjölmiðlar dragi ekki upp ýkta mynd og tilfinningaþrungna. Helsti vandi fjölmiðla undanfarnar vikur hefur legið í því að erfiðleikum hefur verið bundið að fá upplýsingar frá ráðamönnum, þær hafa verið misvísandi og iðulega ekki staðist. Við þetta fá fjölmiðlar ekki ráðið. Hins vegar er það skylda þeirra að draga það fram þegar yfirlýsingar ráðamanna standast ekki. Með því eru þeir að sinna hlutverki sínu. Ábyrgð fjölmiðla á erfiðum tímum liggur ekki í því að vilja hafa vit fyrir fólki í fréttamati sínu. Ábyrgð fjölmiðla liggur í því að miðla traustum, upplýsandi fréttum þar sem leitast er við að skýra út stöðu mála og veita upplýsingar. Það er besta leið fjölmiðla til að draga úr óvissu og vanlíðan almennings á erfiðum tímum. Hlutverk fjölmiðla getur ekki verið að fegra þann veruleika sem við lifum í. Með slíku fréttamati væru þeir að bregðast trúnaði. Hins vegar hefur margt jákvætt og gleðilegt sprottið upp úr þeim sérkennilegu tímum sem nú standa. Fréttir af slíkum hlutum hafa ekki heldur orðið út undan heldur hafa fjölmiðlarnir verið nokkuð duglegir að miðla þeim.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun