Erlent

EES-samningurinn viðkvæmur

Guðjón Helgason skrifar

Varaforseti Evrópuþingsins, segir að ef Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu nú, gætu þeir verið komnir þar inn fyrir jól. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé fallinn um sjálfan sig gangi eitt þriggja EFTA ríkja í sambandið.

Diana Wallis var áður forseti fastanefndar Evrópuþingsins gagnvart Íslandi, Noregi og Sviss og fulltrúi þingsins á fundum Norðurlandaráðs. Wallis hefur skrifað um samskipti ESB við Ísland, Noreg og Sviss.

Hún segir að ef íslensk stjórnvöld ákveði að sækja um aðild að Evrópusambandinu þurfi aðildarviðræður ekki að taka nema örfáa mánuði. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé í gildi og við hann þurfi ekki að bæta miklu.

Wallis bendir á að EES samningurinn sé ótryggur ef eitt þriggja EFTA ríkja - Ísland, Noregur eða Liechtenstein - ákveði að ganga í Evrópusambandið.

"Ég tel að ef eitt þessara landa gangi í ESB sé nær ómögulegt að halda EES-samningnum gangandi með aðeins tvö EFTA-lönd eftir," segir Wallis. "Það væri óframkvæmanlegt."

Wallis segist ómögulega sjá fyrir sér hvernig það myndi virka að Íslendingar tækju evruna upp einhliða. Henni sé henni mikil ráðgáta hvernig nokkur vilji taka upp evruna þannig en hafi um leið áhyggur af fullveldi sínu. Það skjóti skökku við ef vilji sé til að láta öðrum að taka ákvarðanir um efnahags- og peningamál og gjaldmiðil viðkomandi ríkis. Þar væri öfugt farið af. Að hennar viti væri réttast að gang í ESB, hafa þannig áhrif og síðan taka upp evruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×