Bergmann - Bergmann: Tvær stjörnur 8. júlí 2008 06:00 Bergmann - Bergmann Bergmann er fyrsta sólóplata Sverris Bergmann, en hann hefur lengi þótt efnilegur söngvari og var m.a. meðlimur í hljómsveitinni Daysleeper. Það var mikið lagt í þessa plötu. Hún var þrjú ár í vinnslu og var tekin upp í London undir stjórn James Hallawell sem m.a. hefur unnið með Wet Wet Wet. Tónlistin á Bergmann er mikið unnið popp. Lögin eru mishröð, allt frá ballöðum upp í rokk, stemningin minnir stundum á Coldplay. Það heyrist strax við fyrstu hlustun að platan er faglega unnin. Hljómurinn er tær og nútímalegur og platan er mjög vel hljóðblönduð. Hljóðfæraleikurinn er líka til fyrirmyndar og söngur Sverris kemur oft ágætlega út. Það eru hins vegar tvö stór vandamál við plötuna. Útsetningarnar eru ófrumlegar og iðnaðarlegar og það sem verra er, lagasmíðarnar eru flestar mjög veikar. Og án góðra lagasmíða á poppplata eins og þessi ekki mikla möguleika. Fagleg vinnubrögð gagnast lítið ef efniviðurinn er ekki til staðar. Trausti Júlíusson Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bergmann er fyrsta sólóplata Sverris Bergmann, en hann hefur lengi þótt efnilegur söngvari og var m.a. meðlimur í hljómsveitinni Daysleeper. Það var mikið lagt í þessa plötu. Hún var þrjú ár í vinnslu og var tekin upp í London undir stjórn James Hallawell sem m.a. hefur unnið með Wet Wet Wet. Tónlistin á Bergmann er mikið unnið popp. Lögin eru mishröð, allt frá ballöðum upp í rokk, stemningin minnir stundum á Coldplay. Það heyrist strax við fyrstu hlustun að platan er faglega unnin. Hljómurinn er tær og nútímalegur og platan er mjög vel hljóðblönduð. Hljóðfæraleikurinn er líka til fyrirmyndar og söngur Sverris kemur oft ágætlega út. Það eru hins vegar tvö stór vandamál við plötuna. Útsetningarnar eru ófrumlegar og iðnaðarlegar og það sem verra er, lagasmíðarnar eru flestar mjög veikar. Og án góðra lagasmíða á poppplata eins og þessi ekki mikla möguleika. Fagleg vinnubrögð gagnast lítið ef efniviðurinn er ekki til staðar. Trausti Júlíusson
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira