Emilíana fær frábæra dóma 11. september 2008 03:00 Nýjasta plata Emilíönu Torrini, Me And Armini, hefur hlotið hreint út sagt frábæra dóma. Emilíana Torrini hefur fengið hreint út sagt frábæra dóma í Bretlandi fyrir nýjustu plötu sína Me And Armini. Svo virðist sem hún hafi endanlega slegið í gegn þar í landi með fallegri rödd sinni og ekki síðri lagasmíðum. Platan fær fjórar stjörnur í tímaritunum Q og Uncut, auk þess sem dagblaðið The Sun gefur henni fjóra og hálfa stjörnu og segir tíma Emilíönu runninn upp. Rödd sem bræðir ísjakaBlöðin Sunday Telegraph og The Independent spara heldur ekki stóru orðin og gefa henni fjórar stjörnur hvort blað. Segir gagnrýnandi The Independent að rödd Emilíönu bræði ísjaka og sé hreint út sagt yndisleg. Tímaritið Clash segir plötuna hennar besta verk til þessa og NME segir Emilíönu sannkallaðan gimstein. Daily Telegraph slæst einnig í hópinn og segir Emilíönu skína skærast á tónlistarsviðinu í dag og að hún sé gífurlega hæfileikaríkur lagahöfundur. Hér heima hefur platan fengið góðar viðtökur og þykir hún jafnvel taka síðustu plötu Emilíönu, Fisherman"s Woman, fram sem kom út fyrir þremur árum. Skemmst er að minnast þess að tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Me And Armini fjórar stjörnur af fimm mögulegum og sagði hana skemmtilega, fjölbreytta og frískandi og bætti því við að hún héldi Emilíönu auðveldlega í úrvalsdeild íslenskra tónlistarmann. Skandinavískur rjómiÁ tónlistarsíðunni Gigwise.com fær platan fjóra og hálfa stjörnu. Þar líkir gagnrýnandinn samstarfi Emilíönu og upptökustjórans Dan Carey við gjöfula samvinnu Brians Wilson úr Beach Boys og Van Dyke Parks hér á árum áður. „Skandinavísk ferskju- og rjómakennd rödd hennar minnir á Yael Naim, Stinu Nordenstam og Victoriu Bergsman og sem betur fer veldur hún því að syngja á ensku," segir í umsögninni. „Torrini ætlar greinilega að láta til sín taka. Hún er ekki þekktasta nafnið hér á bæ en það á eftir að breytast." Tónleikaferð um EvrópuEmilíana ætlar að fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Evrópu sem hefst í Bristol 8. október. Eftir það taka við tónleikar í London, París, Berlín og víðar. Miðað við þá hrúgu af stjörnum sem platan hennar hefur fengið að undanförnu má Emilíana eiga von á fádæma góðum viðbrögðum á tónleikaferðalaginu og hverju uppklappinu á fætur öðru. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Emilíana Torrini hefur fengið hreint út sagt frábæra dóma í Bretlandi fyrir nýjustu plötu sína Me And Armini. Svo virðist sem hún hafi endanlega slegið í gegn þar í landi með fallegri rödd sinni og ekki síðri lagasmíðum. Platan fær fjórar stjörnur í tímaritunum Q og Uncut, auk þess sem dagblaðið The Sun gefur henni fjóra og hálfa stjörnu og segir tíma Emilíönu runninn upp. Rödd sem bræðir ísjakaBlöðin Sunday Telegraph og The Independent spara heldur ekki stóru orðin og gefa henni fjórar stjörnur hvort blað. Segir gagnrýnandi The Independent að rödd Emilíönu bræði ísjaka og sé hreint út sagt yndisleg. Tímaritið Clash segir plötuna hennar besta verk til þessa og NME segir Emilíönu sannkallaðan gimstein. Daily Telegraph slæst einnig í hópinn og segir Emilíönu skína skærast á tónlistarsviðinu í dag og að hún sé gífurlega hæfileikaríkur lagahöfundur. Hér heima hefur platan fengið góðar viðtökur og þykir hún jafnvel taka síðustu plötu Emilíönu, Fisherman"s Woman, fram sem kom út fyrir þremur árum. Skemmst er að minnast þess að tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Me And Armini fjórar stjörnur af fimm mögulegum og sagði hana skemmtilega, fjölbreytta og frískandi og bætti því við að hún héldi Emilíönu auðveldlega í úrvalsdeild íslenskra tónlistarmann. Skandinavískur rjómiÁ tónlistarsíðunni Gigwise.com fær platan fjóra og hálfa stjörnu. Þar líkir gagnrýnandinn samstarfi Emilíönu og upptökustjórans Dan Carey við gjöfula samvinnu Brians Wilson úr Beach Boys og Van Dyke Parks hér á árum áður. „Skandinavísk ferskju- og rjómakennd rödd hennar minnir á Yael Naim, Stinu Nordenstam og Victoriu Bergsman og sem betur fer veldur hún því að syngja á ensku," segir í umsögninni. „Torrini ætlar greinilega að láta til sín taka. Hún er ekki þekktasta nafnið hér á bæ en það á eftir að breytast." Tónleikaferð um EvrópuEmilíana ætlar að fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Evrópu sem hefst í Bristol 8. október. Eftir það taka við tónleikar í London, París, Berlín og víðar. Miðað við þá hrúgu af stjörnum sem platan hennar hefur fengið að undanförnu má Emilíana eiga von á fádæma góðum viðbrögðum á tónleikaferðalaginu og hverju uppklappinu á fætur öðru.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira