Enn tala verkin 30. júlí 2008 00:01 Enn tala verkin Össur Skarphéðinsson Alþingismaður, góð brjóstmynd með fallegum bakgrunn Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur látið Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur víkja úr skipulagsráði. Ekki er nema um mánuður síðan Ólafur rak Ólöfu Guðnýju sem aðstoðarmann sinn en fór þess á leit við hana um að sitja áfram í skipulagsráði fyrir hönd F-lista. Sinnaskiptin helgast af ummæli Ólafar Guðnýjar í þá átt að ekki væri tímabært að taka afstöðu til vinningstillögu um nýjan Listaháskóla við Laugaveg, skipulagsráð ætti eftir að taka málið fyrir. Sjálfur var borgarstjóri búinn að gefa það út að skipulagsráð muni hafna tillögunni. Hann líður greinilega ekki neitt hálfkák af hálfu fulltrúa sinna í borginni á borð við það að vilja taka upp mál á viðeigandi vettvangi. Annað hvort eru menn með honum eða á móti.Eitraður kaleikurÖssur Skarphéðinsson er ekki fyrr kominn heim, sólbakaður frá Kanaríeyjum, en hann er tekinn til óspilltra málanna við að greina borgarpólitíkina. Á heimasíðu sinni skrifar Össur að sú ákvörðun sjálfstæðismanna að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússon sé „einhver eitraðasti kaleikur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sjálfviljugur teygað í botn“, Sjálfstæðisflokkurinn hafi málað sig út í horn í borginni; enginn vilji vinna með honum og hann verði að beygja sig undir duttlunga Ólafs af ótta við að hann hóti að mynda enn einn meirihlutann. Þannig að bikarinn eitraði er ekki alveg galtómur. Og miðað við álit Össurar á borgarstjóranum virðist hann ekki ætla sínu fólki í Samfylkingunni stórt ef hann heldur að þeim finnist freistandi að sötra dreggjarnar. bergsteinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Enn tala verkin Össur Skarphéðinsson Alþingismaður, góð brjóstmynd með fallegum bakgrunn Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur látið Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur víkja úr skipulagsráði. Ekki er nema um mánuður síðan Ólafur rak Ólöfu Guðnýju sem aðstoðarmann sinn en fór þess á leit við hana um að sitja áfram í skipulagsráði fyrir hönd F-lista. Sinnaskiptin helgast af ummæli Ólafar Guðnýjar í þá átt að ekki væri tímabært að taka afstöðu til vinningstillögu um nýjan Listaháskóla við Laugaveg, skipulagsráð ætti eftir að taka málið fyrir. Sjálfur var borgarstjóri búinn að gefa það út að skipulagsráð muni hafna tillögunni. Hann líður greinilega ekki neitt hálfkák af hálfu fulltrúa sinna í borginni á borð við það að vilja taka upp mál á viðeigandi vettvangi. Annað hvort eru menn með honum eða á móti.Eitraður kaleikurÖssur Skarphéðinsson er ekki fyrr kominn heim, sólbakaður frá Kanaríeyjum, en hann er tekinn til óspilltra málanna við að greina borgarpólitíkina. Á heimasíðu sinni skrifar Össur að sú ákvörðun sjálfstæðismanna að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússon sé „einhver eitraðasti kaleikur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sjálfviljugur teygað í botn“, Sjálfstæðisflokkurinn hafi málað sig út í horn í borginni; enginn vilji vinna með honum og hann verði að beygja sig undir duttlunga Ólafs af ótta við að hann hóti að mynda enn einn meirihlutann. Þannig að bikarinn eitraði er ekki alveg galtómur. Og miðað við álit Össurar á borgarstjóranum virðist hann ekki ætla sínu fólki í Samfylkingunni stórt ef hann heldur að þeim finnist freistandi að sötra dreggjarnar. bergsteinn@frettabladid.is
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun