Breytt staða Þorsteinn Pálsson skrifar 17. október 2008 07:00 Nú er augljóst að hrun viðskiptabankanna og Seðlabankans mun hafa margvísleg og víðtæk áhrif á utanríkispólitíkina bæði í bráð og lengd. Tvö stór mál eru þegar komin upp á yfirborðið. Fyrra málið er deilan við ríkisstjórn Stóra-Bretlands. Hana má svo aftur greina í tvennt. Annað atriðið lýtur að þeirri ákvörðun breska forsætisráðherrans að beita hryðjuverkalögum til þess að fella langsamlega stærsta fyrirtæki Íslands án lögmæts tilefnis. Stóra-Bretland hefur unnið Íslandi meira tjón með þessu eina efnahagslega hryðjuverki en samanlagt með löndunarbanninu á sínum tíma og þremur þorskastríðum. Ísland þarf að nota stöðu sína í alþjóðasamfélaginu til þess að upplýsa um þetta hryðjuverk forsætisráðherra Stóra-Bretlands. Mikilvægt er að forsætisráðherra Íslands hefur þegar byrjað það starf á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Það þarf einnig að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði og innan EES-samstarfsins. Knýja þarf Stóra-Bretland til að bæta tjónið. Eðlilegt er að láta samtímis reyna á dómstólaleiðina. Hitt atriðið sem snýr að ríkisstjórn Stóra-Bretlands er krafa hennar um að skattgreiðendur á Íslandi taki á sig meiri ábyrgð vegna innistæðna í bönkum í íslenskri eigu þar í landi en lög og alþjóðasamningar krefjast. Flest bendir til að þar sé aflsmunar neytt. Æskilegt væri að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til liðsinnis í þessu efni. Aðild að slíkum alþjóðasamtökum á einmitt að tryggja að voldug ríki misnoti ekki stöðu sína til þess að knýja á um bersýnilega ósanngjarna niðurstöðu í samskiptum við minni ríki. Slík misneyting getur haft afdrifaríkar þjóðfélagspólitískar afleiðingar. Yfirlýsing ráðherraráðs Evrópusambandsins um Ísland sýnir að við eigum bandamenn á þeim vettvangi. Á hinn bóginn gefur hún einnig til kynna að við höfum ekki haft tækifæri til að kynna þar nægjanlega okkar hlið málsins. Það hefur ríkisstjórn Stóra-Bretlands hagnýtt sér. Af því má draga þann lærdóm að við þurfum fremur að styrkja stöðu okkar í Evrópu en hitt, eigi að vera einhver möguleiki á að ná réttlátri niðurstöðu gagnvart Stóra-Bretlandi. Síðara málið er æfingin með Rússalánið. Hún er um margt skiljanleg. Sú leið gæti hins vegar lokað öðrum leiðum til lausnar á vanda hagkerfisins. Með sama hætti er samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn líklegt til að opna fleiri leiðir. Æskilegast væri að fella viðræðurnar við Rússa inn í þann ramma sem mun afmarka samstarfið við gjaldeyrissjóðinn. Ákvörðun um það má svo ekki dragast klukkustund lengur. Viðskiptin við Sovétríkin í kjölfar löndunarbannsins í Stóra-Bretlandi röskuðu ekki pólitísku jafnvægi vegna veru varnarliðsins og aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. Nú er varnarliðið farið og bandalagið er aðeins svipur hjá sjón í alþjóðapólitískum skilningi. Einhliða samstarf við Rússland nú myndi leiða til halla á alþjóðapólitísku vegasalti landsins. Það hlyti því að kalla á hraða umhugsun um aðild að Evrópusambandinu til þess að tryggja eðlilegt jafnvægi til lengri framtíðar. Af þessum tveimur málum má ráða að allar ákvarðanir sem nú eru teknar þarf að byggja á skýrri sýn á framtíðarstöðu og hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Nú er augljóst að hrun viðskiptabankanna og Seðlabankans mun hafa margvísleg og víðtæk áhrif á utanríkispólitíkina bæði í bráð og lengd. Tvö stór mál eru þegar komin upp á yfirborðið. Fyrra málið er deilan við ríkisstjórn Stóra-Bretlands. Hana má svo aftur greina í tvennt. Annað atriðið lýtur að þeirri ákvörðun breska forsætisráðherrans að beita hryðjuverkalögum til þess að fella langsamlega stærsta fyrirtæki Íslands án lögmæts tilefnis. Stóra-Bretland hefur unnið Íslandi meira tjón með þessu eina efnahagslega hryðjuverki en samanlagt með löndunarbanninu á sínum tíma og þremur þorskastríðum. Ísland þarf að nota stöðu sína í alþjóðasamfélaginu til þess að upplýsa um þetta hryðjuverk forsætisráðherra Stóra-Bretlands. Mikilvægt er að forsætisráðherra Íslands hefur þegar byrjað það starf á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Það þarf einnig að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í Evrópuráðinu, Norðurlandaráði og innan EES-samstarfsins. Knýja þarf Stóra-Bretland til að bæta tjónið. Eðlilegt er að láta samtímis reyna á dómstólaleiðina. Hitt atriðið sem snýr að ríkisstjórn Stóra-Bretlands er krafa hennar um að skattgreiðendur á Íslandi taki á sig meiri ábyrgð vegna innistæðna í bönkum í íslenskri eigu þar í landi en lög og alþjóðasamningar krefjast. Flest bendir til að þar sé aflsmunar neytt. Æskilegt væri að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til liðsinnis í þessu efni. Aðild að slíkum alþjóðasamtökum á einmitt að tryggja að voldug ríki misnoti ekki stöðu sína til þess að knýja á um bersýnilega ósanngjarna niðurstöðu í samskiptum við minni ríki. Slík misneyting getur haft afdrifaríkar þjóðfélagspólitískar afleiðingar. Yfirlýsing ráðherraráðs Evrópusambandsins um Ísland sýnir að við eigum bandamenn á þeim vettvangi. Á hinn bóginn gefur hún einnig til kynna að við höfum ekki haft tækifæri til að kynna þar nægjanlega okkar hlið málsins. Það hefur ríkisstjórn Stóra-Bretlands hagnýtt sér. Af því má draga þann lærdóm að við þurfum fremur að styrkja stöðu okkar í Evrópu en hitt, eigi að vera einhver möguleiki á að ná réttlátri niðurstöðu gagnvart Stóra-Bretlandi. Síðara málið er æfingin með Rússalánið. Hún er um margt skiljanleg. Sú leið gæti hins vegar lokað öðrum leiðum til lausnar á vanda hagkerfisins. Með sama hætti er samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn líklegt til að opna fleiri leiðir. Æskilegast væri að fella viðræðurnar við Rússa inn í þann ramma sem mun afmarka samstarfið við gjaldeyrissjóðinn. Ákvörðun um það má svo ekki dragast klukkustund lengur. Viðskiptin við Sovétríkin í kjölfar löndunarbannsins í Stóra-Bretlandi röskuðu ekki pólitísku jafnvægi vegna veru varnarliðsins og aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. Nú er varnarliðið farið og bandalagið er aðeins svipur hjá sjón í alþjóðapólitískum skilningi. Einhliða samstarf við Rússland nú myndi leiða til halla á alþjóðapólitísku vegasalti landsins. Það hlyti því að kalla á hraða umhugsun um aðild að Evrópusambandinu til þess að tryggja eðlilegt jafnvægi til lengri framtíðar. Af þessum tveimur málum má ráða að allar ákvarðanir sem nú eru teknar þarf að byggja á skýrri sýn á framtíðarstöðu og hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun