Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað Guðjón Helgason skrifar 6. maí 2008 18:30 Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi. Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi.
Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira