Ljóst er að Birgir Leifur Hafþórsson kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á Alfred Dunhill meistaramótinu í Suður-Afríku.
Hann lék hringinn í gær á pari en hefur leikið illa í dag og er nú samtals á 6 höggum yfir pari þegar hann hefur leikið ellefu holur. Hann er sem stendur í 139. sæti af 156 keppendum en þetta kemur fram á vefsíðunni kylfingur.is.