Manchester City mun sennilega fá þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnistímabili þar sem England fær aukasæti í keppninni út á prúðmennsku sem Knattspyrnusamband Evrópu nefnir Fair Play.
Englendingar þykja koma best út úr þeirri mælingu í ár en sætið fellur í hlut þess liðs sem þykir það prúðasta í ensku úrvalsdeildinni af þeim sem komast ekki í Evrópukeppnirnar.
Sem stendur er Manchester City prúðast af þeim liðum en UEFA á enn eftir að gefa út hvort að leikirnir um helgina telji með.
City komst einnig í UEFA-bikarkeppnina árið 2003 af sömu ástæðum. Tottenham, Arsenal, Manchester United og Liverpool eru öll prúðari lið en City en þau hafa öll tryggt sér þátttökurétt í annað hvort Meistaradeild Evrópu eða UEFA-bikarkeppninni næsta keppnistímabil.
Everton og Fulham eiga einnig möguleika að skáka City en Everton kemst í UEFA-keppnina sjálfkrafa ef liðið nær stigi gegn Newcastle á sunnudag.