Mitt hlutverk að skemmta 5. desember 2008 08:00 Stórstjörnur Páll Óskar verður meðal gesta á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Hér eru þeir á æfingu í vikunni.Fréttablaðið/Anton Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallarinnar heldur en í fyrra. Það stóð fremur tæpt að af jólatónleikum Björgvins Halldórssonar yrði þetta árið. „Við fengum náttúrlega frábærar móttökur í fyrra og við tókum þá ákvörðun að gera þetta bara að árvissum viðburði," útskýrir Björgvin. En síðan reið efnahagsfárviðrið yfir þjóðfélagið. Björgvin og samstarfsfólk hans hjá Bravó fór ekki varhluta af þeirri stemningu sem virtist ríkja í samfélaginu og veltu því alvarlega fyrir sér að slaufa þessu bara. „Við settum saman smá hóp og fórum yfir málið enda bakslagið alveg rosalegt. Við fengum hins vegar bara svo mikla hvatningu alls staðar úr þjóðfélaginu að við slógum bara til," segir Björgvin. Niðurstaðan var sú að bjóða miðana á sama verði og í fyrra en að sama skapi reyna að halda eins mikið aftur af kostnaði. „Hins vegar lítur bara allt út fyrir að þetta verði glæsilegra heldur en í fyrra," segir Björgvin sem viðurkennir að það verði væntanlega allt öðruvísi að syngja á þessum tónleikum heldur en á þeim fyrir ári síðan. „Já, það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi. Auðvitað lifir minningin frá því í fyrra en við tókum líka meðvitaða ákvörðun um að haga lagavalinu svolítið eftir stemningunni í þjóðfélaginu. Jólalög eru ekkert alltaf eitthvað hó hó hó og dansað í kringum jólatréð. Jólalög kalla fram hlátur, grátur og samheldni. Við erum samt ekkert að reyna að kalla fram einhverjar skrýtnar tilfinningar heldur langar okkur bara til að syngja inn í þær aðstæður sem nú eru," útskýrir Björgvin. Björgvin hefur ólíkt mörgum öðrum listamönnum ekki haft sig mikið í frammi í þjóðmálaumræðunni. Hann segir að þessir jólatónleikar kristalli kannski hvað best hvernig hann sjái stöðu sína í íslensku þjóðfélagi. „Mitt hlutverk er einfaldlega að reyna að skemmta fólki og þessir tónleikar er kjörið tækifæri til að láta sjálfum sér en ekki hvað síst öðrum líða vel í smástund." Björgvin er jafnframt sannfærður um að jólahald landsmanna verði frábrugðið frá jólum undanfarinna ára. „Það er öðruvísi jólahugur í fólki, ég held að Íslendingar eigi eftir að þjappa sér meira saman og læra að meta þessa hluti sem okkur hefur kannski fundist vera sjálfgefnir." Jólatónleikar Björgvins eru sem fyrr segir á morgun, laugardag, og hefjast tónleikarnir klukkan fjögur en þeir seinni klukkan átta. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallarinnar heldur en í fyrra. Það stóð fremur tæpt að af jólatónleikum Björgvins Halldórssonar yrði þetta árið. „Við fengum náttúrlega frábærar móttökur í fyrra og við tókum þá ákvörðun að gera þetta bara að árvissum viðburði," útskýrir Björgvin. En síðan reið efnahagsfárviðrið yfir þjóðfélagið. Björgvin og samstarfsfólk hans hjá Bravó fór ekki varhluta af þeirri stemningu sem virtist ríkja í samfélaginu og veltu því alvarlega fyrir sér að slaufa þessu bara. „Við settum saman smá hóp og fórum yfir málið enda bakslagið alveg rosalegt. Við fengum hins vegar bara svo mikla hvatningu alls staðar úr þjóðfélaginu að við slógum bara til," segir Björgvin. Niðurstaðan var sú að bjóða miðana á sama verði og í fyrra en að sama skapi reyna að halda eins mikið aftur af kostnaði. „Hins vegar lítur bara allt út fyrir að þetta verði glæsilegra heldur en í fyrra," segir Björgvin sem viðurkennir að það verði væntanlega allt öðruvísi að syngja á þessum tónleikum heldur en á þeim fyrir ári síðan. „Já, það eru allt öðruvísi tilfinningar í gangi. Auðvitað lifir minningin frá því í fyrra en við tókum líka meðvitaða ákvörðun um að haga lagavalinu svolítið eftir stemningunni í þjóðfélaginu. Jólalög eru ekkert alltaf eitthvað hó hó hó og dansað í kringum jólatréð. Jólalög kalla fram hlátur, grátur og samheldni. Við erum samt ekkert að reyna að kalla fram einhverjar skrýtnar tilfinningar heldur langar okkur bara til að syngja inn í þær aðstæður sem nú eru," útskýrir Björgvin. Björgvin hefur ólíkt mörgum öðrum listamönnum ekki haft sig mikið í frammi í þjóðmálaumræðunni. Hann segir að þessir jólatónleikar kristalli kannski hvað best hvernig hann sjái stöðu sína í íslensku þjóðfélagi. „Mitt hlutverk er einfaldlega að reyna að skemmta fólki og þessir tónleikar er kjörið tækifæri til að láta sjálfum sér en ekki hvað síst öðrum líða vel í smástund." Björgvin er jafnframt sannfærður um að jólahald landsmanna verði frábrugðið frá jólum undanfarinna ára. „Það er öðruvísi jólahugur í fólki, ég held að Íslendingar eigi eftir að þjappa sér meira saman og læra að meta þessa hluti sem okkur hefur kannski fundist vera sjálfgefnir." Jólatónleikar Björgvins eru sem fyrr segir á morgun, laugardag, og hefjast tónleikarnir klukkan fjögur en þeir seinni klukkan átta.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira