Erlent

Nýtt óperhús tekið í notkun í Osló

Guðjón Helgason skrifar

Fjölmörg fyrirmenni, þar á meðal forseti Íslands, voru viðstödd opnun nýs óperuhúss í Ósló í Noregi í gær. Smíði hússins kostaði hátt í 50 milljarða íslenskra króna.

Auk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Dorrittar Moussaieff, forsetafrú, voru önnur fyrirmenni viðstödd hátíðina. Þar á meðal voru öll norska konungsfjölskyldan, Viktoría krónprinsessa Svía og Margrét Danadrottning. Öryggisgæsla var mikil vegna þess hve blátt blóð streymdi um æðra margra gesta.

Húsið hefur verið nokkur ár í smíðum og er talið verða kennileiti fyrir borgina í framtíðinni. Talið er að kostnaður við byggingu þess nemi jafnvirði um 50 milljörðum íslenskra króna auk þess sem töluverður kostnaður fór í að endurskipuleggja gatnakerfið í nágrenni við húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×