Æðruleysi og þolinmæði Karen D. Kjartansdóttir skrifar 6. maí 2008 06:00 Í æsku minni á Akranesi var mér sagt að íþróttafélagið ÍA væri besta lið í heimi. Skagamaðurinn amma Lóa sagði mér stolt frá því að faðir hennar hann Ingólfur hefði verið einn af stofnendum þessa liðs. Reki ég ættir hans í karllegg í Íslendingabók má sjá að þessi ættleggur hefur nær undatekningarlaust haft búsetu í Melasveit, Leirásveit og Innri og Ytri Akraneshrepp frá því Ívar hólmur Vigfússon var hirðstjóri á Bessastöðum á 14. öld. Því má í raun segja að mér renni blóðið til skyldunnar þegar kemur að því að styðja ÍA til dáða og einnig að leggja fæð á erkifjendurna í KR eins og framast er unnt. Örlögin og búseta mín í Vesturbænum hafa þó gert mér erfitt fyrir. Til að mynda er mér nauðugur kostur einn að mæta með son minn litla á íþróttaæfingar félagsins. Risavaxið KR-merkið í salnum skein í augu mín í fyrsta tímanum og hjarta mínu blæddi þegar sonurinn var farinn að öskra áfram KR yfir öllum íþróttaviðburðum. Ég gleðst yfir því að langafa mínum, verkstjóranum úr Akranessókn, Skagamanninum sem aldrei talaði við fólk úr Borgarnesi nema til að tala niður til þess og eins af stofnendum ÍA, entist ekki aldur til að sjá hvaða örlög afkomendur hans hlutu. Reyndar hugga ég mig stundum við þá staðreynd að maðurinn minn greip fyrir andlit sér í skelfingu þegar hann sá son minn leika sér með bolta fyrir skömmu og sagði: „Ó, nei! Hann hefur erft boltafærni móður sinnar." Nú iðar drengurinn í skinninu yfir því að íslenski boltinn sé aftur að fara af stað. Segir faðirinn spenntur að um hinn eina sanna vorboða sé að ræða. Af reynslu síðasta sumars tel ég líklegt að fótboltaleikirnir munu hafa í för með sér fleiri tár en bros. Minnist ég martraðakenndra leikja þar sem fjögurra ára drengurinn minn litli grét í faðmi mér eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum. Öll hans köll um Reykjavíkurstoltið, sanna stórveldið og að Landsbankinn styrki KR dugðu rétt svo til þess að halda liðinu í úrvalsdeild. Man ég jafnvel eftir því að hafa horft til Gunnlaugs Jónssonar, fyrirliða KR og svikara af Skaganum, í reiði og angist vegna þess tilfinningaróts sem hann og félagar hans bökuðu syni mínum með knattspyrnulegum umrenningshætti síðasta sumar. Sem Skagamanni sem gengist hefur undir siðaskipti til að koma til móts við þarfir sonarins er ég þó reiðubúin til að leggja allt mitt traust á KR í sumar. Í hverfinu mínu ómar alltaf söngrödd Bubba fyrir leiki í lagi sem segir að áhangendur Knattspyrnufélags Reykjavíkur beri höfðið hátt. Ég sæi enga ástæðu til þess ef ekki væri fyrir þá miklu þolinmæði og æðruleysi sem KR-ingar hafa sýnt í gegnum tíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Í æsku minni á Akranesi var mér sagt að íþróttafélagið ÍA væri besta lið í heimi. Skagamaðurinn amma Lóa sagði mér stolt frá því að faðir hennar hann Ingólfur hefði verið einn af stofnendum þessa liðs. Reki ég ættir hans í karllegg í Íslendingabók má sjá að þessi ættleggur hefur nær undatekningarlaust haft búsetu í Melasveit, Leirásveit og Innri og Ytri Akraneshrepp frá því Ívar hólmur Vigfússon var hirðstjóri á Bessastöðum á 14. öld. Því má í raun segja að mér renni blóðið til skyldunnar þegar kemur að því að styðja ÍA til dáða og einnig að leggja fæð á erkifjendurna í KR eins og framast er unnt. Örlögin og búseta mín í Vesturbænum hafa þó gert mér erfitt fyrir. Til að mynda er mér nauðugur kostur einn að mæta með son minn litla á íþróttaæfingar félagsins. Risavaxið KR-merkið í salnum skein í augu mín í fyrsta tímanum og hjarta mínu blæddi þegar sonurinn var farinn að öskra áfram KR yfir öllum íþróttaviðburðum. Ég gleðst yfir því að langafa mínum, verkstjóranum úr Akranessókn, Skagamanninum sem aldrei talaði við fólk úr Borgarnesi nema til að tala niður til þess og eins af stofnendum ÍA, entist ekki aldur til að sjá hvaða örlög afkomendur hans hlutu. Reyndar hugga ég mig stundum við þá staðreynd að maðurinn minn greip fyrir andlit sér í skelfingu þegar hann sá son minn leika sér með bolta fyrir skömmu og sagði: „Ó, nei! Hann hefur erft boltafærni móður sinnar." Nú iðar drengurinn í skinninu yfir því að íslenski boltinn sé aftur að fara af stað. Segir faðirinn spenntur að um hinn eina sanna vorboða sé að ræða. Af reynslu síðasta sumars tel ég líklegt að fótboltaleikirnir munu hafa í för með sér fleiri tár en bros. Minnist ég martraðakenndra leikja þar sem fjögurra ára drengurinn minn litli grét í faðmi mér eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum. Öll hans köll um Reykjavíkurstoltið, sanna stórveldið og að Landsbankinn styrki KR dugðu rétt svo til þess að halda liðinu í úrvalsdeild. Man ég jafnvel eftir því að hafa horft til Gunnlaugs Jónssonar, fyrirliða KR og svikara af Skaganum, í reiði og angist vegna þess tilfinningaróts sem hann og félagar hans bökuðu syni mínum með knattspyrnulegum umrenningshætti síðasta sumar. Sem Skagamanni sem gengist hefur undir siðaskipti til að koma til móts við þarfir sonarins er ég þó reiðubúin til að leggja allt mitt traust á KR í sumar. Í hverfinu mínu ómar alltaf söngrödd Bubba fyrir leiki í lagi sem segir að áhangendur Knattspyrnufélags Reykjavíkur beri höfðið hátt. Ég sæi enga ástæðu til þess ef ekki væri fyrir þá miklu þolinmæði og æðruleysi sem KR-ingar hafa sýnt í gegnum tíðina.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun